Faglegt efni

Forsjá er betri en eftirsjá 

Fimm lausnir í átt að auknu netöryggi

Deloitte býður upp á árangursríkar og einfaldar leiðir til að auka öryggi og netöryggisvitund starfsfólks.

Netárásir og öryggisbrot eru vaxandi áhætta í daglegum rekstri fyrirtækja og eru sífellt að verða umfangsmeiri og flóknari viðureignar. Tilgangur netvarna er að vernda þekkingu, upplýsingar og gögn sem eru grunnurinn að þínu fyrirtæki.

Útvistaður öryggisstjóri tæknimála (e. CISO as a Service)

Sérfræðingar Deloitte veita sértæka aðstoð í tengslum við hlutverk öryggisstjóra tæknimála. Verkefnin mæta kröfum og þörfum þeirra sem kjósa að útvista hlutverkinu og geta verið frá daglegum eftirlitsverkefnum til stærri úttekta.

 

Netöryggisþjálfun starfsmanna (e. Cyber Awareness Program)

Ein algengasta leiðin hjá tölvuþrjótum til að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækja er að nýta sér grandaleysi og skort á netöryggisvitund starfsmanna. Deloitte býður upp á árangursríka og einfalda leið til að auka netöryggisvitund og netöryggisþekkingu starfsmanna. Um er að ræðanámsumhverfi sem samanstendur af fjölda hnitmiðaðra myndbanda sem taka á mikilvægum efnisþáttum netöryggis.

 

Netveiðiprófun (e. Phishing Test)

Gríðarleg aukning hefur verið í netveiði sem gengur út á að veiða notandann í gildru með fölsuðum tölvupósti. Í póstinum er reynt að fá notandann til að smella á hlekk eða viðhengi sem hleður inn spilliforriti á tölvu viðkomandi eða hann er beðinnum að gefa upp trúnaðarupplýsingar.

Netveiðiprófun er raunveruleg prófun á því hvernig starfsmenn bregðast við slíkum póstum án þess að starfsmönnum sé gert viðvart um prófunina.

 

Veikleikagreining (e. Vulnerability Scan)

Algeng leið tölvuþrjóta inn í kerfi fyrirtækja er í gegnum þekkta veikleika í kerfunum. Með veikleikagreiningu fá stjórnendur gott yfirlit yfir þá þekktu veikleika sem mögulega eru til staðar í kerfunum og geta þá brugðist við á viðeigandi hátt. 

 

Innbrotsprófun (e. Penetration Test)

Innbrotsprófun fer dýpra en veikleikagreining (e. Vulnerability Scan). Notast er við handvirkar og sjálfvirkar prófanir til að finna mögulega veikleika og prófað hvort hægt sé að nýta sér þá til að komast inn í tölvukerfi fyrirtækisins.

Fimm lausnir í átt að auknu netöryggi

Sækja bækling

Fleiri greinar og fróðleiksmolar

Deloitte birtir reglulega umfjöllun, greinar og fróðleiksmola er snúa að netvörnum, netöryggi og því sem ber að hafa í huga þegar vafrað er um Internetið. 

Did you find this useful?