Lausnir

Spilling og mútur

Mörg fyrirtæki breiða starfsemi sína til vaxandi markaða á svæðum þar sem fyrirtækjamenning og markaðsaðstæður eru mjög frábrugðnar aðstæðum á Íslandi. Mögulegur fylgifiskur með slíkum vexti er aukin áhætta í sambandi við spillingu og mútur.

Spilling og mútur geta haft slæm áhrif – bæði á rekstrarniðurstöðu fyrirtækja og orðspor þeirra.

Í mörgum löndum er verið að herða reglur varðandi mútur og spillingu og mörg lönd hafa aukið fjármagnsveitingu til rannsókna og framfylgdar á slíkum lögum og reglum.  Það er því hagur fyrirtækja með útbreidda starfsemi að auka áherslu á að afhjúpa slík brot og skilgreina áhættu í sínum rekstri varðandi mútur og spillingu.

Ráðgjafar Deloitte aðstoða þig við að greina, meta og stýra áhættu auk þess að skipuleggja og framkvæma rannsóknir á aðstæðum þar sem grunur leikur á spillingu og mútum, bæði á Íslandi og erlendis.

Víðtæk reynsla Deloitte ráðgjafa á áhættu í tengslum við spillingu og mútur, stýringu slíkra áhættuþátta og framkvæmd rannsókna að viðbættu nánu samstarfi við alþjóðlega samstarfsmenn okkar hjá Deloitte í yfir 150 löndum stuðlar að einstakri þekkingu og innsýn í staðbundnar aðstæður viðkomandi landa og markaðssvæða.

Við aðstoðum þig meðal annars við:

Anti-Corruption/Anti-Fraud Consulting;
Ráðgjöf varðandi viðbrögð við spillingu og mútum, þar með talin áhættugreining, mat á innra eftirliti og þjálfun ábyrgðaraðila innan fyrirtækisins.

Compliance Assistance:
Ráðgjöf og aðstoð við stofnun og frekari þróun í eftirfylgni (compliance) með reglum auk innleiðingar á framkvæmd úttekta með áherslu á áhættu varðandi mútur og spillingu.

Corporate Investigations:
Við aðstoðum við skipulagningu á rannsóknum, meðhöndlun efnislegra og stafrænna sönnunargagna, greiningu á fyrirliggjandi upplýsingum og framkvæmd viðeigandi rannsókna í samræmi við aðstæður.

Third Party Due Dilligence;
Rannsókn á bakgrunni og orðspori einstaklinga og fyrirtækja sem hjálpar viðskiptavinum okkar að taka upplýsta ákvörðun um mögulegan ávinning eða tap af samstarfi við þá aðila.

Forensic Analytics;
Aðstoð við innleiðingu þróaðra greiningartóla, þar með talin gögn úr fjárhagskerfum (ERP systems) í því skyni að koma auga á leitni, mynstur eða frávik í gögnum sem mögulega er hægt að rekja til mútugreiðslna eða spillingar.

eDiscovery/Computer Forensic;
Aðstoð við að tryggja að gagnaöflun, úrvinnsla og greining/endurskoðun á viðeigandi stafrænum upplýsingum (til dæmis samskiptum í tölvupóstum, skjölum, spjalli osfrv.) skili sér hratt og auðveldlega við rannsóknir hvort sem rannsókn er framkvæmd af fyrirtækinu sjálfu eða Deloitte.

Nánari upplýsingar veita:

Ágúst Heimir Ólafsson

Ágúst Heimir Ólafsson

Sviðsstjóri Ráðgjafarsviðs Deloitte

Ágúst Heimir er einn af meðeigendum Deloitte og he...Meira

Árni Jón Árnason

Árni Jón Árnason

Yfirmaður áhættuþjónustu

Árni Jón er með M.Sc. í fjármálum og er meðeigandi...Meira

Emil Viðar Eyþórsson

Emil Viðar Eyþórsson

Yfirmaður fjármálaráðgjafar

Emil Viðar er löggiltur endurskoðandi og meðeigand...Meira