Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld – hinn svokallaði bandormur með fjárlagafrumvarpinu.
Það kennir ýmissa grasa í frumvarpinu en þar munar einna helst um viðamiklar breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr. 152/2009, sem að mati höfundar eru ekki til bóta. Rétt er að nefna nokkrar þeirra.
Lækkun skattfrádráttar
Miðað við núgildandi fyrirkomulag þá fela breytingarnar meðal annars í sér lækkun á hámarki kostnaðar til útreiknings á skattfrádrættinum, úr 1.100 mkr. í 1.000 mkr.
Þá lækkar hlutfall frádráttarins fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki úr 35% í 34% og fyrir stór fyrirtæki úr 25% í 22,5%.
Hámarks frádráttur í krónum talið fyrir stór fyrirtæki lækkar því um 18% og um 12% fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Að auki er sá kostnaður þrengdur sem fellur undir rannsóknar- og þróunarverkefni.
Nefna má þó að þessi lækkun er minni en lagt var upp með í drögum að frumvarpinu, sem birtust í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir skömmu. Þar var ætlunin að lækka hámark kostnaðar í 900 mkr. og frádráttarhlutfall stórra fyrirtækja í 15%. Ráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka tillit til umsagna fjölmargra aðila, þ.m.t. Deloitte Legal, þar sem þessi áform voru gagnrýnd.
En auk þess að þrengja kostnaðargrunninn og lækka hámark kostnaðar og frádráttarhlutfall stórra fyrirtækja, þá er verið að fella umsóknir frá öllum tengdum aðilum undir eitt og sama hámarkið.
Á það bæði við um fyrirtæki sem eru hluti af samstæðu, en líka einstaklinga sem eru tengdir sifjaréttarlegum böndum. Þannig gætu t.d. systkin sem eiga sitthvort nýsköpunarfyrirtækið, sem hlotið hafa staðfestingu Rannís á sínum verkefnum, rekið sig á umrætt þak.
Frádrátturinn takmarkaður í tíma
Frumvarpið felur jafnframt í sér takmarkanir á framlengingu umsókna vegna sama verkefnis. Einungis verður hægt að framlengja sama verkefni tvisvar sinnum og næði það því að hámarki yfir þrjú fjárhagsár.
Þó verður opið fyrir að senda inn nýja umsókn fyrir nýtt verkefni á grundvelli þess eldra að þessum tíma liðnum, en frumvarpið er ansi óljóst hvað varðar þá þætti sem yrðu lagðir þar til grundvallar. Það liggur í eðli rannsóknar- og þróunarverkefna að þau geta bæði tekið umtalsverðan tíma og tekið breytingum á meðan þeim varir. Afmörkun af þessum toga er því vandasöm.
Fordæmalaus heimild til afturköllunar
Þá hefur frumvarpið að geyma heimild til handa Rannís að afturkalla staðfestingu sína á að verkefni teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni, bæði fyrir viðkomandi umsóknarár og tvö fjárhagsár þar á undan.
Upphafleg frumvarpsdrög voru ótímabundin hvað þetta varðar og breytingin frá þeim því að hluta til bóta. Ekki er hægt að gera athugasemdir við að heimilt sé að afturkalla staðfestingar þegar umsækjendur hafa veitt rangar eða villandi upplýsingar, enda þeirra að súpa seiðið af því.
Heimildin er þó fjarri lagi bundin við þau tilvik, heldur er Rannís heimilt að afturkalla staðfestingu sína ef um svokallaða forsendubreytingu er að ræða og þá meðal annars ef verkefni sem uppfyllti skilyrði laganna upphaflega gerir það ekki lengur.
Umsóknarferli Rannís er ansi viðamikið, þar sem kallað er eftir umfangsmiklum upplýsingum til að gera stofnuninni kleift að meta hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt.
Það er því með öllu óljóst hvað gæti falist í umræddri forsendubreytingu. Höfundi er ekki kunnugt um jafn víðtækar heimildir stjórnvalds til að breyta eigin stjórnvaldsákvörðunum. Með álíka heimildum gætu stjórnvöld alltaf leiðrétt eigin vinnu eftir á, með tilheyrandi neikvæðum áhrif á þegna þessa lands, sem sitja þá uppi með skaðann þrátt fyrir réttmætar væntingar þeirra um að viðkomandi stjórnvald hafi sinnt lögbundnu hlutverki sínu, og gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar um rannsókn máls, jafnræði og meðalhóf.
Heimilt að leggja á tvöfalt álag
Neikvæðu áhrifin munu ekki aðeins felast í mögulegum endurgreiðslum á fengnum skattfrádrætti, til allt að þriggja fjárhagsára, heldur er Skattinum heimilt að leggja 25% álag á leiðréttan frádrátt fyrir hvert ár. Frumvarpið ætlar raunar að ganga skrefinu lengra og heimila Skattinum að leggja 25% álag á grundvelli laga um tekjuskatt og 25% álag á grundvelli laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Orkar það tvímælis með tilliti til banns við tvöfaldri refsingu, en að minnsta kosti er hér um algjört stílbrot að ræða á því viðurlagakerfi sem er í dag á sviði skattamála.
Hvað það varðar verður jafnframt að hafa í huga að ákvarðanir Rannís eru endanlegar á stjórnsýslustigi enda engin leið til að kæra þær ákvarðanir til æðra setts stjórnvalds. Ef aðilar eru þannig ósammála Rannís um afturköllun staðfestingar þá er eina leiðin fyrir þá að stefna ríkissjóði fyrir dóm, sem er trauðla æskilegt.
Því er alveg ljóst að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá verður þrengt verulega að umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja, þrátt fyrir að hugvitið sé „ein mikilvægasta útflutningsgrein þjóðarinnar og fjórða stoð íslensks efnahagslífs“ – svo vitnað sé beint í fjármálaáætlun 2025-2029.
Kaupandi fyrirtækis fer því iðulega fram á umfangsmiklar ábyrgðaryfirlýsingar, til að skýrt sé að ákvörðun kaupverðsins miði við að tiltekin réttindi séu til staðar eða að tiltekin háttsemi hafi ekki átt sér stað, svo fátt eitt sé nefnt. Seljandi getur á móti viljað tryggja að skýrt sé tekið fram að ákveðnar óhagstæðar forsendur séu teknar með í reikninginn, eða hafi ekki áhrif á kaupverðið, svo sem með því að telja til frávik frá ábyrgðaryfirlýsingum, milda orðalag þeirra eða undanskilja ábyrgð undir tilteknu fjárhæðarlágmarki. Þessum dansi stýra lögmenn eða aðrir ráðgjafar kaupenda og seljenda, enda leikurinn sprottinn af meginreglum fjármunaréttar og laga um lausafjárkaup, um ástand og gæði hinna seldu hluta. Þungamiðja réttarstöðunnar leiðir af flóknu samspili reglna um upplýsingaskyldu seljanda og rannsóknarskyldu kaupanda (l. „Caveat emptor“) þar sem seljandi ber ekki ábyrgð á atriðum sem hann upplýsti um og kaupandi getur ekki borið fyrir sig atvik sem hann hefði átt að koma auga á við eðlilega skoðun á hinu selda. Af þessum sökum eru áreiðanleikakannanir nær undantekningalaust framkvæmdar í miðju söluferlinu. Báðir aðilar hafa hagsmuni af því að rannsókn á fyrirtækinu fari fram við söluna og kann því hvort heldur kaupandi, seljandi eða aðili sem veitir tryggingu í tengslum við viðskiptin, að óska eftir slíkri könnun.
Hve umfangsmikil sú skoðun er fer eftir mati aðila hverju sinni og eðli þeirrar starfsemi sem fyrirtækið rekur. Meta þarf hverju sinni hvar helstu áhættuþættir liggja en á Íslandi er algengast að áreiðanleikakönnun skiptist í fjárhagslega-, lögfræðilega- og skattalega könnun. Vegna aukinnar áherslu á upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu eru sérstakar UFS áreiðanleikakannanir nú framkvæmdar í auknum mæli enda getur áhætta tengd sjálfbærni haft áhrif á kaupverð. Víða erlendis, t.a.m. í suðurhluta Evrópu, er algengt að sérstök áhersla sé á vinnurétt og að fram fari sérstök áreiðanleikakönnun á því sviði á meðan almenn athugun á ráðningarsamningum og samningum við stjórnendur telst yfirleitt á meðal þeirra hluta sem kannaðir eru undir lögfræðilegri áreiðanleikakönnun hér á landi. Sé um að ræða kaup á fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum kann að vera ástæða til að fram fari sérstök tæknileg áreiðanleikakönnun og svo mætti lengi telja.
Aðalatriðið er að aðilarnir meti hvaða þættir í rekstri fyrirtækis séu líklegastir til að hafa áhrif á fyrirtækið og eftir atvikum kaupverðið ef út af bregður. Ráðgjafar kaupenda og seljenda geta veitt leiðsögn um þessi atriði en mikilvægt er að við val á ráðgjafa hafi samningsaðilar í huga að áreiðanleikakannanir eru eins misjafnar og þær eru margar. Hæstiréttur hefur vísað til þess að hvorki sé í lögum né öðrum skráðum réttarreglum að finna afmörkun á því hvað ætlast sé til að áreiðanleikakönnun á fyrirtæki í atvinnurekstri hafi að geyma. Í máli Hæstaréttar nr. 7/2019 sagði dómurinn að tilvísun ráðgjafa til þess að fram færi viðskipta- og lögfræðileg áreiðanleikakönnun gæti ekki talist gefa til kynna að hverju könnunin lyti nánar og hafnaði því að ráðgjafi kaupanda gæti borið ábyrgð á tjóni sem tengdist sérhæfðum atriðum í rekstri fyrirtækis. Ljóst er að miklu máli skiptir fyrir kaupendur áreiðanleikakönnunar að þeir þættir sem könnunin lýtur að séu nægjanlega vel tilgreindir og að könnun taki til allra þeirra atriða sem nauðsynlegt er að kanna. Mýmörg dæmi eru um að ráðgjafar annist rannsókn á seldum félögum með svo takmarkaðri áreiðanleikakönnun að kaupanda eru vart tryggð önnur réttindi en þau að hann getur treyst því að fyrirtækið sé til og í eigu þeirra aðila sem samið er við. Það kann ef til vill að vera fullnægjandi í einhverjum tilfellum en mikilvægt er að aðili sem óskar eftir tilboði í áreiðanleikakönnun geri sér grein fyrir því hvort fengin tilboð endurspegli þá rannsókn sem þörf er á.
Kaupendur þjónustu geta ef til vill með litlum tilkostnaði hakað við boxið „að framkvæma áreiðanleikakönnun“ en það eru hagsmunir allra samningsaðila að slík rannsókn sé ekki bara að nafni til heldur þjóni einnig tilgangi sínum.
Starfsferill Deloitte Legal, framkvæmdastjóri, 2021- Deloitte, 2014-2021 Viðskiptaráð Íslands, 2007-2014, yfirlögfræðingur, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsbankinn, fyrirtækjasvið, 2005-2007 Menntun og starfsréttindi Héraðsdómslögmannsréttindi, 2012 M.L., lögfræði, Háskólinn í Reykjavík, 2007 B.A., lögfræði, Háskólinn í Reykjavík, 2005 Ritstörf og fyrirlestrar „Helstu skattalagabreytingar 20/21 - hvað er framundan?“ (2021). Erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins. „Iceland‘s Regulatory Environment“ (2020). Erindi hjá Íslandsstofu. „Umhverfið orðið tiltölulega samkeppnishæft“ (2020). Viðtal Morgunblaðið. „Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum“ (2017). Erindi á málstofu Markaðsstofa, FESTA og Íslenska ferðaklasana. Hvað er málið með þessa skatta? (2016). Viðtal Morgunblaðið. Reglur um viðskipti tengdra aðila draga úr samkeppnishæfni. (2015). Viðtal Morgunblaðið. Iceland - New Transfer Pricing Rules as from 1 January 2014. (2014). IBFD. Félags- og trúnaðarstörf Jafnvægisvogarráð FKA. (2018-). Starfshópur Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og NASDAQ um leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. (2015). Ýmis ráð og nefndir þ.m.t. hjá hinu opinbera (2007-2013). --- Experience Deloitte Legal, managing partner, 2021- Deloitte, 2014-2021 Iceland Chamber of Commerce, 2007-2014, general counsel and deputy managing director Landsbanki, corporate banking, 2005-2007 Education & Certifications District Court Attorney at Law, 2012 ML, Reykjavík University, faculty of law 2007 BA, Reykjavík University, faculty of law 2005 Publications & Lectures „Key tax changes 20/21 – what is ahead?“ (2021). Lecture, Annual Tax Day of Deloitte, Iceland Chamber of Commerce and Confederation of Icelandic Enterprise. „Iceland‘s Regulatory Environment“ (2020). Lecture, Business Iceland. „Business environment competitiveness“ (2020). Interview Morgunbladid. „Analysis of public revenues and expenditures“(2017). Lecture at a conference of the Regional Marketing Offices, FESTA and Iceland Tourism Cluster. What are the current tax trends? (2016). Interview Morgunbladid. Transfer pricing rules reduce competitiveness. (2015). Interview Morgunbladid. Iceland - New Transfer Pricing Rules as from 1 January 2014. (2014). IBFD. Other Notable Additions Equality Board of the FKA. (2018-). Working group of the Iceland Chamber of Commerce, Confederation of Icelandic Enterprise and NASDAQ on the corporate governance guidelines. (2015). Various working groups and committees, including public ones (2007-2013).