Viðburður

Námskeið Deloitte

Rafræn námskeið á Zoom

Tungumál viðburðar: Icelandic

Enginn aðgangseyrir

 

Hér að neðan má sjá þau námskeið sem Deloitte heldur á næstu vikum. Öll námskeiðin verða rafræn og haldin á Zoom.

Fundarboð með hlekk á Zoom verður sent á skráða þátttakendur.

Enginn aðgangseyrir.

------

BREYTINGAR Á ÁRSREIKNINGALÖGUM OG IFRS STÖÐLUM
26. NÓVEMBER 2020 | 09:00-10:30

Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem gerðar voru á lögum um ársreikninga á árinu 2020, ásamt breytingum á IFRS stöðlum sem tóku gildi í upphafi árs 2020 og helstu breytingum sem er að vænta á stöðlunum. Þá verður komið inn á nýja reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga sem tók gildi á árinu 2019.

Framsögumenn eru Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila, og Einar Örn Sigurjónsson, IFRS sérfræðingur.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

Einar Örn Sigurjónsson, IFRS sérfræðingur

------

ÁÆTLANAGERÐ Á ÓVISSUTÍMUM
3. DESEMBER 2020 | 09:00-10:00

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði varðandi smíði og viðhald áætlanalíkana í Excel. Einnig verður farið yfir notkun áætlanalíkana sem stjórntækja í rekstri. Fjallað verður sérstaklega um sviðsmyndagreiningar og það hvernig breyttar áherslur við áætlanagerð og eftirfylgni geta verið viðeigandi á óvissutímum.

Framsögumenn eru Hildur Grétarsdóttir, fjármálaráðgjafi, og Lovísa A. Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar og meðeigandi Deloitte.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Hildur Grétarsdóttir, fjármálaráðgjafi

Lovísa A. Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri og meðeigandi

------

ÁHRIF COVID-19 Á REIKNINGSSKILIN OG ÁHERSLUATRIÐI Í ENDURSKOÐUN
10. DESEMBER 2020 | 09:00-10:30

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áhrif Covid 19 á reikningsskilin, s.s. á óvissu í mati eigna og skulda, meðferð leigusamninga, rekstrarhæfi, opinbera styrki o.fl. Þá verður farið yfir helstu áhersluatriði í endurskoðun í tengslum við fyrrnefnd atriði sem og önnur áhrif af COVID-19 við endurskoðun ársins 2020.                                              

Framsögumenn eru Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila, og Pétur Hansson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

Pétur Hansson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi

------

ARÐGREIÐSLUR
7. JANÚAR 2021 | 09:00-11:00

Á námskeiðinu verður fjallað um arðgreiðslur frá víðu sjónarhorni. Leitast verður við að taka saman helstu gildandi reglur á þessu sviði og gera lauslega grein fyrir þeim þannig að heildstæð mynd fáist af arðgreiðslum og framkvæmd þeirra almennt. Tekið verður á lögfræðilegum- og skattalegum álitamálum í tengslum við arðsúthlutanir auk þess sem farið verður í skilgreiningar á helstu hugtökum eins og t.d. hagnaði og frjálsum sjóðum. Þá verður fjallað um arðgreiðsluheimildir, formskilyrði og fleira sem skiptir máli. Að lokum verður dómur Hæstaréttar í máli nr. 2/2020 reifaður, auk annarra áhugaverðra dóma og úrskurða á þessu sviði.

Framsögumaður er Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Deloitte.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi

Deila Deila viðburð