Viðburður
2 Oct.

Netöryggi okkar allra

Fundur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum

Friday, 01:00 p.m.  GMT

Meðal þátttakenda eru Sir Rob Wainwright og
Vilhelm Gauti Bergsveinsson frá Deloitte

 

Netöryggi okkar allra er yfirskrift fundar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem haldinn er föstudaginn 2. október klukkan 13-15 í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október. Fundurinn verður í beinni vefútsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Sérstakur gestur fundarins er Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol, en hann mun fjalla um fjölbreyttar ógnir af völdum skipulagðrar glæpastarfsemi á Netinu. 

Öllum er velkomið að fylgjast með fundinum en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á hlekknum hér að ofan.

 

Dagskrá:

  • 13:00    Ávarp 
    Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • 13:15    Efling netöryggissveitarinnar
    Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
  • 13:30    Trust in a hyper connected digitalized society
    Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol
  • 14:00    Pallborðsumræður með þátttöku Sir Rob Wainwright, Hrafnkels og eftirtalinna:
    Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
    Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisráðgjafi hjá Syndis
    Sigyn Jónsdóttir, forstöðumaður sérfræðiþjónustu hjá Men and Mice og stjórnarkona í Tækniþróunarsjóði
    Vilhelm Gauti Bergsveinsson, yfirmaður netöryggisþjónustu Deloitte á Íslandi

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Friday, 2 Oct 2020 01:00 p.m. GMT
Deila Deila viðburð