Viðburður
15 Oct.

Nú er veður til að skapa

Hvernig leysum við sköpunarkraft fyrirtækja úr læðingi?

Thursday, 08:30 a.m.
Tungumál viðburðar: Icelandic

Bein útsending frá rafrænum fundi Deloitte og Stjórnvísis

Horfa á upptöku frá fundi

 

Bein útsending frá rafrænum fundi Deloitte og Stjórnvísis sem haldinn er fimmtudaginn 15. október klukkan 08:30-10:00. 

Öflug nýsköpun er forsendan fyrir kraftmiklu efnahagslífi til framtíðar. En nýsköpun á sér ekki aðeins stað innan sprotafyrirtækja, hún þarf ekki síður að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja á hefðbundnum mörkuðum.

Ein lykilforsendan fyrir öflugri nýsköpun er að virkja sköpunargleði starfsfólks. En það er hægara sagt en gert.

Á þessum fundi munu þau Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við HR, leitast við að svara tveimur spurningum sem varða miklu í þessu samhengi í tveimur stuttum fyrirlestrum.

  • Björgvin Ingi Ólafsson: „Hverjir eru lykilþættirnir sem þurfa að einkenna stefnu og menningu fyrirtækisins til að skapa frjóan jarðveg fyrir sköpunargleðina?”
  • Birna Dröfn Birgisdóttir: „Hvaða aðferðir geta starfsmenn notað til að nýta og efla sköpunargleði innan fyrirtækisins?"

Að fyrirlestrum loknum verða umræður um efnið.

Gátlisti fyrir daglegan árangur - Einblöðungur

Björgvin Ingi Ólafsson stýrir stjórnenda- og stefnumótunarráðgjöf Deloitte. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management auk hagfræðiprófs frá HÍ. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun og stjórnendaráðgjöf hér á landi og erlendis. Björgvin hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sinnt kennslu bæði við HÍ og HR.
Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði og þjónandi forystu í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Upptaka frá fundi

Thursday, 15 Oct 2020 08:30 a.m.
Deila Deila viðburð
Horfa á upptöku frá fundi