Vefnámskeið

Námskeið Deloitte

Rafræn námskeið á Teams

Tungumál viðburðar: Icelandic

Enginn aðgangseyrir

 

Hér að neðan má sjá þau námskeið sem Deloitte heldur á næstu vikum. Námskeiðin eru öll rafræn og fara fram á Teams.

Enginn aðgangseyrir.

Hlekkur á Teams er sendur á skráða þátttakendur að morgni námskeiðs.

Ef heildarfjöldi þátttakenda á námskeiði fer undir 10 manns áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður námskeiðið.

------


NET- OG GAGNAÖRYGGI: NAUÐSYN EKKI VAL
9. NÓVEMBER 2021 | TEAMS | 09:00-10:00

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að huga að hvað varðar persónuvernd og hvernig megi með sem bestum hætti tryggja að kerfi og þjónusta sem fyrirtæki og stofnanir notast við mæti settum kröfum um persónuvernd.

Þá verður farið yfir helstu aðferðir sem tölvuþrjótar nota til þess að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja, hverjar afleiðingar slíkra árása geta verið og hvernig er hægt að bregðast við slíkum aðstæðum. Loks verður farið yfir helstu aðgerðir sem fyrirtæki geta gripið til til þess að takmarka líkur á slíkum netárásum og lágmarka það tjón sem þeim getur fylgt.

Framsögumenn eru Ásdís Auðunsdóttir og Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingar og sérfræðingar í persónuvernd, og Úlfar Andri Jónasson, verkefnastjóri í netöryggisþjónustu Deloitte.

Ásdís Auðunsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd

Úlfar Andri Jónasson, verkefnastjóri í netöryggisþjónustu

------


IFRS BREYTINGAR OG FRAMTÍÐARÞRÓUN REIKNINGSSKILA
22. NÓVEMBER 2021 | TEAMS | 09:00-10:30

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingar sem eru í farvatninu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og framtíðarþróun reikningsskila með tilliti til sjálfbærniupplýsinga.

Framsögumaður er Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila.

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

------
 

YFIRFERÐ Á UPPLÝSINGUM Í SKÝRSLU STJÓRNAR
30. NÓVEMBER 2021 |  TEAMS | 09:00-10:30

Á námskeiðinu verður farið yfir upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar með tilliti til krafna í lögum um ársreikninga eftir síðustu breytingar.

Framsögumenn eru Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila, og Signý Magnúsdóttir, meðeigandi.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

Signý Magnúsdóttir, meðeigandi

Deila Deila viðburð