Skattadagurinn er haldinn árlega í góðu samstarfi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð og ljóst er að Skattadagurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.
Skattadagurinn 2021 verður rafrænn og fer fram 12. janúar næstkomandi kl. 9-10.
Hlekkur á útsendingu verður sendur á alla skráða þátttakendur að morgni 12. janúar.
Skattadagurinn er opinn öllum og er skráning að kostnaðarlausu.
Erindi
- Opnunarávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra - Hvað heldur aftur af fjárfestingu? Ryðjum hindrunum úr vegi
Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
- Helstu skattalagabreytingar 20/21 - hvað er framundan?
Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar
Raddir atvinnulífsins
- Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Taste ehf.
- Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju hf.
- Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.
Þáttastjórnandi er Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Upptaka