Skattadagurinn er haldinn árlega í góðu samstarfi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð og ljóst er að Skattadagurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.
Skattadagurinn 2022 verður rafrænn og fer fram fimmtudaginn 13. janúar klukkan 9-10 í beinu streymi á vef deloitte.is, sa.is og vi.is.
Við vekjum athygli á að engin skráning er á viðburðinn, streymið er opið öllum.
Dagskrá:
- Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Opnunarávarp - Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi: Veganesti ríkisstjórnarinnar - Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, alþjóðlegur skattalögfræðingur Marel
Skattaleg samkeppnishæfni: Íslensk fyrirtæki í alþjóðulegu samhengi - Guðbjörg Þorsteinsdóttir, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal
Skattalagabreytingar: Agnúar sem má sníða af skattkerfinu - Örinnslög frá athafnafólki úr íslensku atvinnulífi
Raddir atvinnulífsins
Fundarstjóri er Heiðrún Björk Gísladóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.