Deloitte Legal og Íslandsstofa bjóða til kynningarfundar um mikilvæg atriði sem snúa að meðhöndlun á virðisaukaskatti við sölu á vörum eða þjónustu til ESB landa og Bretlands.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar kl. 12:00-13:00 í húsi Grósku, Bjargargötu 1. Léttur hádegisverður í boði. Enginn aðgangseyrir, en áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér að ofan.
Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki átti sig á hvaða reglur gilda um meðhöndlun á virðisaukaskatti áður en viðskipti á milli landa eiga sér stað. Mismundi reglur gilda eftir því hvort selt er til fyrirtækis eða einstaklings, hvar varan er framleidd og afhent, hvort varan eða þjónustan er seld í vefsölu eða jafnvel afhent á rafrænu formi. Söluupphæð getur jafnframt skipt máli um hvaða reglur um gilda og í sumum tilvikum myndast endurgreiðsluréttur. Þá voru nýjar reglur ESB um vefsölu kynntar árið 2021.
Deloitte Legal hefur í samstarfi við Íslandsstofu tekið saman ýmis tilvik sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir við sölu vara og þjónustu til Evrópusambandslanda og Bretlands. Á kynningarfundinum munu sérfræðingar Deloitte fara yfir helstu dæmi og svara spurningum fyrirtækja um einstök tilvik. Fulltrúar Íslandsstofu munu jafnframt kynna starfsemi útflutningsþjónustu og mögulega aðstoð til fyrirtækja.