Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram miðvikudaginn 11. janúar 2023 klukkan 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu. Léttur morgunverður er frá klukkan 8:00. Verð er kr. 3.900.
Skattadagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004 og er því haldinn í 20. sinn nú árið 2023. Mjög góð þátttaka hefur verið á viðburðinn og ljóst er að Skattadagurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.
DAGSKRÁ:
- OPNUNARÁVARP
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra - HELSTU SKATTALAGABREYTINGAR
Haraldur ingi Birgisson, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal
Glærur - STOPPAÐ Í GÖTIN: FJÁRMÖGNUN VEGAKERFISINS
Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur hjá SA
Glærur - HVAÐ VAR ÉG AÐ PÆLA?
Fyrrum fjármálaráðherrar líta um öxl, örinnslög
- FUNDARSTJÓRN
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögmaður Viðskiptaráðs