Deloitte á Norðurlöndum stendur fyrir vefviðburði þann 31. janúar næstkomandi þar sem farið verður yfir niðurstöður könnunar 2023 Global Third Party Risk Management (TPRM) út frá norrænu sjónarhorni, en niðurstöðurnar byggja á svörum samtals 1.350 stjórnenda frá 40 löndum víðsvegar um heiminn.
Nýleg rannsókn okkar staðfestir mikilvægi áhættustýringar þriðju aðila (TPRM) til að auka viðnámsþrótt og árangur fyrirtækja. Þroskuð áhættustýring gagnvart þriðju aðilum gerir fyrirtækjum kleift að bregðast við sífellt flóknari, samtengdum og nýjum áhættum á skilvirkari hátt.
Þetta er frábært tækifæri til að öðlast innsýn í áhættustýringu þriðju aðila og uppgötva aðgerðir sem hægt er að grípa til í framkvæmd sem hjálpar stjórnendum að bregðast við áskorunum í áhættustýringu.
Dagskrá:
- Opnun viðburðar
- Kynning á framkvæmd könnunar
- Helstu niðurstöður
- Spurt og svarað / spjall
Viðburðurinn er opinn öllum og er skráning öllum að kostnaðarlausu. Vert er að taka að viðburðurinn fer fram á ensku.
Framsögumenn:
- Stefanie Ruys
Nordic Crisis & Resilience / TPRM, Deloitte Danmörk - Danny Griffiths
Extended Enterprise Risk Management, Deloitte Bretland - Joui Viljanen
Operational and TPRM, Deloitte Finnland