Viðburður

Námskeið Deloitte

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar

Tungumál viðburðar: Icelandic

 

Nú í desember mun Deloitte halda tvö námskeið er varða alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Námskeiðin fara fram í húsakynnum Deloitte að Dalvegi 30, 201 Kópavogi - 5. hæð.

Enginn aðgangseyrir en nauðsynlegt að skrá sig. Takmarkað pláss.

------


IFRS 18 Framsetning og skýringar í reikningsskilum
Miðvikudagur 4. desember 2024 | 15:30-16:30

Á námskeiðinu verður farið yfir kröfur nýs staðals, IFRS 18, sem fjallar um framsetningu og skýringar í reikningsskilum. Staðallinn tekur gildi 1. janúar 2027 og mun hafa víðtæk áhrif fyrir þá aðila sem gera reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), einkum á framsetningu rekstrarreiknings.

Framsögumenn eru Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila, og Signý Magnúsdóttir, meðeigandi.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

Signý Magnúsdóttir, meðeigandi

------


IFRS breytingar og áhrif óviss efnahagsástands og loftslagsbreytinga á reikningsskil
Miðvikudagur 11. desember 20024 | 15:30-16:30

Á námskeiðinu verður farið yfir breytingar og endurbætur á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) sem tóku gildi 1. janúar 2024 og munu taka gildi 1. janúar 2025. Einnig verður farið yfir áhrif óviss efnahagsumhverfis og loftslagsbreytinga á reikningsskilin.

Framsögumenn eru Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila, og Signý Magnúsdóttir, meðeigandi.

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ

Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila

Signý Magnúsdóttir, meðeigandi

Deila Deila viðburð