Deloitte innanfrá

Viðburðir

Viðburðir á vegum Deloitte

Námskeið Deloitte - haust 2019

Hér að neðan má sjá þau námskeið sem Deloitte heldur nú að hausti 2019. Öll námskeiðin verða haldin í Deloitte, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi. Þátttökugjald er 5.900 kr. og er takmarkað sætapláss.

Ef heildarfjöldi þátttakenda á námskeiði fer undir 10 manns áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður námskeiðið.

----

13. NÓVEMBER | 09:00-11:00
IFRS 16 LEIGUSAMNINGAR

Námskeið um nýjan reikningsskilastaðal, IFRS 16 Leigusamningar, sem tók gildi í ársbyrjun 2019. Farið verður yfir helstu kröfur staðalsins, áhrif hans á reikningsskil leigutaka og helstu álitaefni sem upp hafa komið í kjölfar innleiðingar hans, ásamt væntum áhrifum á ársreikningalög í gegnum fyrirliggjandi frumvarp. Þá verður sýnt Excel útreikningslíkan sem er einfalt í notkun og hentar fyrir langflestar tegundir leigusamninga. Framsögumenn eru Eyþór Guðjónsson og Guðmundur Ingólfsson, endurskoðendur.

SKRÁ MIG

----

21. NÓVEMBER | 08:30-10:00
SAMRUNAR OG SKIPTINGAR

Þegar fyrirtæki fara í gegnum endurskipulagningu með samruna eða skiptingu eru ýmis lögfræðileg álitamál sem þarf að huga að. Til viðbótar við lagaleg skilyrði þá þarf að uppfylla alveg sérstök skilyrði til að slík endurskipulagning geti átt sér stað án skattlagningar. Á þessu námskeiði munu Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Þórdís Bjarnadóttir í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte fara yfir helstu lagalegu- og skattalegu álitaefnin sem þarf að huga að í tengslum við samruna og skiptingar, m.a. byggt á úrskurða- og dómaframkvæmd.

SKRÁ MIG

----

5. DESEMBER | 08:30-10:00
SKRÁNING RAUNVERULEGRA EIGENDA

Sem hluti af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru ný lög um skráningu raunverulegra eigenda. Lögaðilum á Íslandi er þannig gert skylt að skrá raunverulegt eignarhald hjá fyrirtækjaskrá RSK. Hvað telst vera raunverulegt eignarhald, hverjir falla undir slíka skráningarskyldu og hvaða eftirfylgni þarf? Á þessu námskeiði mun Þórdís Bjarnadóttir hjá Skatta- lögfræðiráðgjöf Deloitte fara yfir framangreind álitaefni ásamt helstu atriðum í tengslum við skráningu á raunverulegum eigendum.

SKRÁ MIG

----

12. DESEMBER | 09:00-10:00
IFRS BREYTINGAR

Námskeið um IFRS breytingar. Farið verður yfir breytingar á IFRS stöðlum sem tóku gildi 1. janúar 2019 og þær breytingar sem væntanlegar eru 1. janúar 2020. Þá verður einnig farið í stuttu máli yfir nokkur valin atriði úr IFRS 9 og IFRS 15 sem hafa komið upp í kjölfar innleiðingar þeirra staðla. Framsögumaður er Helgi Einar Karlsson, yfirmaður reikningsskila hjá Deloitte.

SKRÁ MIG

Námskeið Deloitte - 8. október 2019

Þriðjudaginn 8. október næstkomandi heldur Deloitte námskeiðið „Stjórnendalíkön og áætlanagerð í Excel“. Kennarar eru sérfræðingar Deloitte. Námskeiðið er öllum opið og er kjörið fyrir stjórnendur og þá sem koma að hönnun og smíði stjórnendalíkana.

Stjórnendalíkön og áætlanagerð í rekstri

Langflest fyrirtæki nota líkön í sínum rekstri í margvíslegum tilgangi. Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvæg atriði varðandi smíði og viðhald Excel líkana. Sérstök áhersla verður lögð á notkun líkana sem halda utan um áætlanagerð og stjórnendagreiningar. Farið verður yfir grunnatriði áætlanagerðar í Excel og notkun áætlunar og áætlunarlíkans sem stjórntæki í rekstri fyrirtækisins.

Hvenær
Þriðjudaginn 8. október, klukkan 08:30-10:00

Hvar
Deloitte, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi

Þátttökugjald

5.990 kr.

 

SKRÁ MIG á námskeiðið.

Takmarkað sætapláss.

 

Did you find this useful?

Tengt efni