Deloitte innanfrá

Viðburðir

Viðburðir 2017 - ráðstefnur, morgunverðarfundir, o.fl.

Skattadagurinn 2017 - 19. janúar 2017

Skráning er á skraning@deloitte.is

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins er nú haldinn í 14. sinn og verður á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar nk. frá kl. 8.30 - 10.00.

Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, mun flytja opnunarávarp fundarins og dagskráin er eftirfarandi:

Opnunarávarp
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra

Tékklisti fyrir fjármálaráðherra
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Skattabreytingar - alþjóðleg aðlögun og skattalegir hvatar
Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Alþjóðageirinn: Blásið til sóknar
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Breytingar á ársreikningalögum – einföldun og aukið flækjustig
Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi hjá Deloitte

Fundarstjórn
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands

Skráning er á skraning@deloitte.is - léttur morgunverður í boði - aðgangseyrir kr. 3.900

Viðburðir 2016 - ráðstefnur, morgunverðarfundir, o.fl.

Deloitte + Salesforce 29.11.2016

Drifkraftur fyrirtækja á stafrænni öld.

Deloitte hélt fjölmennan morgunverðarfund þar sem farið var yfir helstu kosti og nýjungar hjá Salesforce.  Einnig var kynning á Deloitte Digital og reynslusaga viðskiptavinar af Salesforce.

Sjá nánar dagskrá og glærur fundarins hér.

..........

Efst á baugi fyrir endurskoðunarnefndir - 23.11.2016

Deloitte hélt mjög svo áhugaverðan morgunverðarfund þann 23. nóvember sl. á Grand Hótel sem bar yfirskriftina "Efst á baugi fyrir endurskoðunarnefndir". Fjallað var um niðurstöður úr nýrri alþjóðlegri könnun um áherslur fyrirtækja á árinu 2016, auk þess sem stjórnarmaður og meðlimur endurskoðunarnefndar sagði frá reynslu sinni af nefndarstörfum. Góð mæting var á fundinn þar sem að tæplega 100 stjórnendur og meðlimir endurskoðunarnefnda mættu.

Hægt er að sjá erindi fundarins hér að neðan:

Evolution or Irrelevance - niðurstöður úr alþjóðlegri könnun meðal innri endurskoðenda - Sif Einarsdóttir meðeigandi hjá Deloitte.

Embracing Change - The Evolution of the Audit Committee - Danielle P. Neben ráðgjafi og stjórnarmaður hjá Landsbankanum.

Eftir framsögu voru pallborðsumræður um sama efni þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum ásamt Halli Símonarsyni innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem var þátttakenda frá Íslandi í könnuninni, og Halldóru E. Ólafsdóttur framkvæmdastjóra eftirlits hjá Fjármálaeftirlitinu.

Hér er hægt að sjá heildarniðurstöður úr erlendu könnun Deloitte.

..........

Fast 50 and Rising Stars Final - 16.11.2016

At the second Icelandic Fast 50 event held on 16 November a company called – App Dynamic – took 1st place with a growth of 471% between 2012 and 2015. App Dynamic was founded in 2010 by Pratik Kumar and has since then grown rapidly. The company is known for its product AirServer, which is platform agnostic universal screen mirroring and audio receiver for Mac, PC, and Xbox One. AppDynamic‘s products are sold around the world.

Fast 50 and Rising Stars Final 2016

..........

Sjávarútvegsdagurinn - 3.11.2016

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins og einnig er hægt að nálgast hér glærur fyrirlesara.

Dagskrá:

-  Opnunarávarp - Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

-  Sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte vegna ársins 2015 - Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte

-  Fiskur og útlönd - Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra

-  Stolt siglir fleyið mitt ... krónuna á - Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

-  Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi - Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst
 

Sjávarútvegsdagurinn er haldinn árlega af Deloitte ehf, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

..........

Skattadagurinn - 14.11.2016

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins var haldinn að Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 14. janúar sl. Um 250 manns mættu og hlýddu á áhugaverð erindi og fundinum var einnig streymt beint á visi.is

Dagskrá fundarins og erindi er hægt að nálgast hér að neðan:

Opnunarávarp
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM?
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Hver borgar? - Skattar á Íslandi
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA

Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður?
Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta?
Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Fundarstjórn
Bala Kamallakharan, fjármálastjóri Guide to Iceland og stofnandi Startup Iceland

Viðburðir 2015 - ráðstefnur, morgunverðarfundir, o.fl.

Efst á baugi fyrir endurskoðunarnefndir - 25.11.2015

Deloitte heldur reglulega fundi fyrir endurskoðunarnefndir um málefni þeirra og skyldur.

Á þessum fundi var m.a. farið yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga, kröfur og væntingar til endurskoðunarnefnda, o.fl.

 

IFRS 9 ráðstefna - vertu viðbúinn - 1.6.2015

Mjög svo áhugaverð ráðstefna um IFRS 9 var haldin í Öskju, húsi Háskóla Íslands þann 1. júní sl.

Dagskráin var eftirfarandi:

Setning
Steinþór Pálsson, stjórnarformaður SFF

Overview of IFRS 9
Tom Millar, Partner Deloitte UK

IFRS 9 - Impairment Explained
Dr. Jason Paul Benton, Deloitte UK

Overview on IFRS 9 Interpretation and Related International Developments
Tom Millar, Partner Deloitte UK

Kaffihlé

Results of the 5th Global IFRS Banking Survey
Tom Millar, Partner Deloitte UK

Quantitative Impact Data and Modelling Challenges
Damian Hales, Partner Deloitte UK

Impairment Implementation Strategies
Damian Hales, Partner Deloitte UK

Ráðstefnustjóri:
Signý Magnúsdóttir, meðeigandi hjá Deloitte á Íslandi

..........

Ráðstefna um samkeppnishæfni þjóða - Niðurstöður fyrir Ísland, 28.5.2015

Ráðstefnan verður haldin í Arionbanka, Borgartúni 19, fimmtudaginn 28. maí kl. 15-18.

Ísland er í 4 sæti í samkeppnishæfni af 133 löndum. Náum við að halda því?

Social Progress Index. Background and structure. Findings for Iceland. Recommendations.
Michael Green, ritstjóri og forstöðumaður Social Progress Imperative á heimsvísu

Hvað er SPI að segja okkur?
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands 

Saman látum við góða hluti gerast
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs Arion banka

Kaffihlé

Ávarp
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Bein erlend fjárfesting. Skiptir SPI máli?
Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte

Samfélagsábyrgð hjá Össuri
Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri hf.

Pallborðsumræður

Lokaorð
Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gekon - samstarfsaðili SPI á Íslandi

Fundarstjóri
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir – skráning á gekon@gekon.is

..........

Start Up Iceland

Fast50.is

Deloitte kynnir til leiks "fljótustu 50 tæknifyrirtækin" og Rising stars í þessum geira.

Sjá nánar á heimasíðu Deloitte.

..........

Skattadagurinn 2015 - 13.01.2015

Skattadagur Deloitte er haldinn árlega í góðu samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök Atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð og ljóst er að skattadagur Deloitte hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins var haldinn að Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 13. janúar 2015. Frábær mæting var á fundinn og rúmlega 250 manns troðfylltu salinn til að hlusta á áhugasöm erindi fyrirlesara og ávarp fjármálaráðherra.

Glærur fundarins er hægt að nálgast hér að neðan.

Sjá nánar dagskrána:

Opnunarávarp
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Skattabreytingar - frá virðisaukaskatti til nýsköpunar
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Skattframkvæmd - brotalamir og umbætur
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Milliverðlagning - reglubyrði og rekstraráhætta
Haraldur Ingi Birgisson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Fundarstjóri:
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

Viðburðir 2014 - ráðstefnur, morgunverðarfundir, o.fl.

Endurskoðunarnefndir - morgunverðarfundur 26.11.2014

Deloitte heldur reglulega fundi fyrir endurskoðunarnefndir um málefni þeirra og skyldur.

Á þessum fundi var farið yfir áhættur í lífeyrissjóðum á Íslandi - áherslur og áskoranir.

Sjávarútvegsdagurinn 2014 - 8.10.2014

Miðvikudaginn 8. október stóðu Deloitte, Samtök atvinnulífsins, SF og LÍÚ að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem dagurinn er haldinn og voru málefni sjávarútvegsins þar rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum.

Nánari upplýsingar og glærur frá deginum er hægt að sjá hér.

WOW Cyclothon

 

Deloitte tekur þátt í WOW cyclothon sem fram fer í júní.

Fylgist með Team Deloitte á Facebook

Did you find this useful?