Deloitte innanfrá

Viðburðir

Viðburðir 2018 - ráðstefnur, morgunverðarfundir, o.fl.

IFRS 16 - Leigusamningar

Álitamál og helstu áskoranir

Deloitte stendur fyrir opnu námskeiði um IFRS 16, nýjan staðal um leigusamninga. Farið verður yfir helstu álitamál við innleiðingu og beitingu staðalsins. 

Sérfræðingar Deloitte munu meðal annars fara yfir:

  • Helstu breytingar
  • Hverjar eru áskoranir staðalsins
  • Líkan fyrir útreikning leigusamninga

 

Eyþór Guðjónsson og Guðmundur Ingóflsson endurskoðendur og IFRS sérfræðingar eru leiðbeinendur námskeiðsins.

Hvar: Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík
Hvenær: Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 9:00-11:00

Léttar morgunveitingar í boði. 

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram á namskeid@deloitte.is 

Jafnvægisvog FKA - ráðstefnan "Rétt'upp hönd"

Deloitte er stoltur samstarfsaðili Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) að hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni sem fór af stað á þessu ári. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið milla kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. 

Þann 31. október nk. verður ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Rétt um hönd, haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:00. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, Jafnréttismálaráðherra, halda erindi á ráðstefnunni. Einnig fáum við erlendan gest Caroline Zegers, sem er einn af meðeigendum Deloitte en hún hefur mikla reynslu sem ráðgjafi og stjórnarmaður. Hún mun fjalla um jafnrétti í stjórnarherberginu út frá erlendum samanburð. 

Mælaborð með tölfræðiupplýsingum um jafnrétti bæði í fyrirtækjarekstri sem og í opinberum störfum verður birt á aðgengilegan hátt á vefsíðu FKA. Mælaborðið, sem unnið var af Deloitte, verður kynnt á ráðstefnunni en á mælaborðinu verður að finna mælikvarða yfir það hver staðan er á jafnrétti meðal stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Þær verða birtar á þann hátt að auðvelt er að skoða og greina stöðu jafnréttis innan fyrirtækja.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá og Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar munu fjalla um jafnréttisáherslu sinna fyrirtækja en bæði fyrirtækin hafa gengið mjög langt í vegferð jafnréttis. Listamenn frá Improv Iceland munu síðan taka saman niðurstöður ráðstefnunnar. 

Skráning á viðburðinn fer fram hér. 

Did you find this useful?