Verslun og þjónusta

Verslun og þjónusta er sú atvinnugrein sem hefur á undanförnum árum eflst hvað mest hér á landi. Aukin neysla og gríðarleg fjölgun ferðamanna hafa verið lóð á vogarskál þessa atvinnugreinahóps og gefið honum aukið vægi í íslensku atvinnulífi.