Faglegt efni
2021 Women @ Work
Áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru COVID-19 á konur á vinnumarkaði
Um 5.000 konur frá 10 löndum tóku þátt í könnun Deloitte, 2021 Women @ Work.
Samkvæmt nýrri könnun Deloitte, 2021 Women @ Work, hefur aukið vinnuálag og ábyrgð heima fyrir í heimsfaraldri kórónuveirunnar COVID-19 haft afdrifarík áhrif á konur á vinnumarkaði.
Þátttakendur í könnuninni voru um 5.000 konur í 10 löndum; Ástralíu, Bandaríkjunum, Brasilíu, Englandi, Indlandi, Japan, Kanada, Kína, Suður-Afríku og Þýskalandi.
Helstu niðurstöður
Andleg heilsa versnar: Aukið álag og ábyrgð í vinnu og heima fyrir
- 77% þátttakenda segja að vinnuálag hafi aukist síðan heimsfaraldur kórónuveiru skall á
- 59% þátttakenda segja að álag heima fyrir hafi aukist í faraldrinum
- Aðeins um þriðjungur segir að andleg heilsa þeirra sé „góð“ eða „mjög góð“, samanborið við 68% fyrir COVID-19
Vandamál í fyrirtækjamenningu: Konur halda áfram að upplifa áreiti
- Rúmlega helmingur þátttakenda hefur upplifað áreiti í vinnu síðastliðið ár
- Ein af hverjum 10 konum segist hafa fengið neikvæðar athugasemdir frá samstarfsfélögum um þjóðerni sitt
- Fáar konur tilkynna áreiti á vinnustað; fjórðungur segir það vegna þess að þær óttist áhrif þess á starfsferil sinn
Konur íhuga að hætta á vinnumarkaði: Atvinnurekendur sýna starfsfólki ekki nægan stuðning
- Stór meirihluti þátttakenda hefur uppi áætlanir um að hætta á núverandi vinnustað innan tveggja ára; um fjórðungur að hætta alfarið á vinnumarkaði
- 22% þátttakenda segja að atvinnurekandi hafi lagt sigt fram við að starfsfólk fyndi jafnvægi milli vinnu og einkalífs í heimsfaraldrinum
Betra starfsumhverfi: Leiðtogar sem einblína á jafnrétti kynjanna
- Aðeins 4% þátttakenda segja að jafnrétti kynjanna sé áhersla hjá sínum atvinnurekanda
- 72% af fyrrnefndum segja starfsánægju „góða“ eða „mjög góða“