Faglegt efni

Annual Review of Football Finance

2014

Deloitte gefur út í dag sína árlegu skýrslu um fjármál Evrópuboltans. Í henni kemur fram að heildartekjur stærstu fimm deilda Evrópu (Þýskaland, Spánn, Frakkland, England og Ítalía) hækka um 5% í 9,8 milljarða evra, sem færir heildartekjur evrópskra knattspyrnuliða upp um 2% milli tímabila í 19,9 milljarða evra.

Enska úrvalsdeildin áfram tekjuhæst

Enska úrvalsdeildin heldur áfram að vera tekjuhæst í Evrópu með þó nokkrum yfirburðum, tekjur hennar hækka um 7% og námu tekjur hennar um 2,9 milljörðum evra. Yfir 60% af þessari aukningu var tilkomin vegna Manchester liðanna tveggja sem og Liverpool. Meirihluti tekna ensku úrvalsdeildarinnar kom vegna auglýsinga og söluvarnings. Samanlagðar tekjur vegna þess hjá ensku úrvalsdeildarinnar eru nú aðeins um 55 milljón evra á eftir þýsku úrvalsdeildarinnar, sem er aðeins fjórðungur þess sem var fyrir þrem árum. Það er mat sérfræðinga Deloitte að í fyrsta sinn er búist við að enska úrvalsdeildin leiði alla þrjá megin tekjuflokka í næstu tekjuskýrslu. Áætlað er að tekjur deildarinnar nái um 4 milljörðum evra á tímabilinu 2013/2014, meira en áætlanir þeirrar ítölsku og spænsku samanlagt. 

Annað gott ár hjá þýsku deildinni heldur þeim í öðru sæti með 2,018 milljarð evra í tekjur sem er aukning upp á um 8%. Munar þar mestu um góðan árangur á vellinum hjá Bayern Munich og Borussia Dortmund, en sá árangur skýrir yfir 80% af aukningunni milli ára. 

Í þriðja sæti er spænska deildin, en bilið milli þýsku og spænsku deildarinnar jókst um 159 milljónir evra, þrátt fyrir að heildartekjur þeirrar síðarnefndu fóru upp í 1,859 milljarða evra. Gagnstætt því sem áður hefur verið, var uppistaða aukningarinnar, um 77 milljónir evra, ekki vegna tveggja stærstu liðanna þar í landi, Real Madrid og Barcelona, þar sem samanlögð tekjuhækkun var um 6 milljónir evra. Aukningin er aðallega tilkomin vegna nýrra og endurbættra sjónvarpssamninga.

Í fjórða sæti er ítalska deildin, en í kjölfar velgengni í meistaradeildinni er Juventus  með um þrjá fjórðu af tekjuaukningu deildarinnar. Alls var aukningin um 97 milljónir evra eða 6% og námu heildartekjur 1,682 milljarða evra. Ítölsk félög eru áfram verulega háð sölu sjónvarpsréttar, en þær námu um 59% af heildartekjunum sem er stærsta hlutfallið í stóru deildunum fimm í evrópu.

Í fimmta sæti er franska deildin, með mestan vöxt, með aukningu upp á 161 milljón evra eða 14% og námu heildartekjur deildarinnar 1,297 milljörðum evra. Þessi aukning er vegna Paris Saint-Germain, en vöxtur þeirra nam 178 milljónum evra meðan tekjur hinna 19 liðanna í deildinni lækkuðu samanlagt um 17 milljónir evra.  

Þessar áðurnefndar stærstu fimm deildir evrópu sýndu aðhald þegar kom að launakostnaði á tímabilinu 2012/2013, en aðeins um 25% af samanlagðri aukningu tekna fór í aukinn launakostnað. Fjórar af deildunum fimm sýndu stöðugt eða bætt hlutfall launa og tekna á tímabilinu 2012/2013 samanborið við 2011/2012. Sú deild sem þar er undanskilin er enska úrvalsdeildin, en launakostnaður þar óx um 8% eða 2,1 milljarð evra. Það orsakaði að hlutfall launa og tekna var 71%, hæsta prósentustig frá upphafi mælinga.

Þýska og enska deildin voru þær einu af stóru deildunum fimm sem mynduðu rekstrarhagnað á tímabilinu 2012/2013, en þýska deildin setti nýtt met, með því að auka rekstrarhagnað um 74 milljónir evra (39%) í 264 milljónir evra. Rekstrarhagnaður ensku deildarinnar lækkaði á árinu og nam 96 milljónum evra. Franska og ítalska deildin stórbættu sinn árangur. Rekstrartap frönsku deildarinnar lækkaði um 64 milljónir evra og skilaði 3 milljónum evra í rekstrartap. Rekstrartap ítölsku deildarinnar batnaði um 107 milljónir evra milli tímabila og nam rekstrartap tímabilsins um 53 milljón evra.

Sérfræðingar Deloitte segja að reglur UEFA um fjárhagslegt jafnvægi í rekstri knattspyrnuliða ásamt sérreglum einstakra deilda, hafi breytt hugsunarhætti margra félaga. Þetta hefur orsakað bætta arðsemi nokkurra af stóru deildunum fimm og sé hvetjandi tákn fyrir fjárhagslega velferð leiksins. 

Tekjur stærstu fimm deilda Evrópu tímabilið 2012/2013 hækka um 5% í 9,8 milljarða evra

Annað sem kemur fram í skýrslu Deloitte:

• Tekjur sjónvarpsréttarsamninga upp á 4,535 milljarða evra er áfram stærsta tekjulindin og nemur um 46% af heildartekjum stærstu fimm deildanna og mun hækka enn meir í næstu tekjuskýrslu vegna nýrra sjónvarpssamninga í ensku og þýsku deildinni.

• Á tímabilinu 2012/2013, var hlutfallið 7:1, hæst á Spáni milli sjónvarpstekna þeirra félaga sem fékk hæst og lægst. En það er eina deildin af stóru deildunum fimm þar sem félögin semja sjálf um sjónvarpsrétt leikja sinna.

• Tekjur af auglýsingum og söluvöru námu um 3,393 milljörðum evra sem nam um 35% af heildartekjum í stóru deildunum fimm. Annað árið í röð er þessi tekjulind helsta ástæða aukins vaxtar, með um 64% af vexti milli tímabila.

• Tekjur á leikdegi námu um 1,874 milljarða evra, helst stöðugt milli ára og skýrir um 19% heildartekna. 

• Meðal áhorfendafjöldi á leiki þýsku deildarinnar tímabilið 2012/2013 fækkaði um 5% í 41.914. Í spænsku deildinni fækkaði lítillega eða í 25.464. Í ensku deildinni á tímabilinu 2012/2013 fjölgaði hinsvegar áhorfendum um 4% í 35.903 með sætanýtingu upp á um 95% og jókst svo aftur tímabilið 2013/2014 í 39.695 með sætanýtingu upp á um 96%. Meðal áhorfendafjöldi hækkaði svo einnig í ítölsku deildinni í 22.591 og þeirri frönsku í 19.240.

• Næstu deildir á tekjulistanum eru svo rússneska deildin með 896 milljónir evra, tyrkneska deildin með 551 milljónir evra og hollenska með 452 milljónir evra.

• Enska 1. deildin er lang tekjuhæsta deildin þegar kemur að deild tvö í hverju landi en heildartekjur hennar námu 508 milljónum evra.

• Brasilíska deildin er langstærst þegar það kemur að tekjum í deildum utan Evrópu en knattspyrnulið þeirrar deildar sköpuðu um 850 milljónir á árinu 2013.

Did you find this useful?