Fréttir

Fótboltaskýrslur Deloitte

Deloitte Football Money League

Deloitte greinir árlega tekjur stærstu knattspyrnuliða heimsins og spáir í framtíðarvöxt og horfur þessarar vinsælustu íþróttar heims.

Football Money League 2014

Tekjur ríkustu knattspyrnuliða heims námu meira en 5,4 milljörðum evra (850 milljarðar króna) á síðasta keppnistímabili (2012/13) samkvæmt úttekt Deloitte á fjárhag þeirra 20 hæstu og höfðu þær aukist um 8% milli ára.  Real Madrid trónir á toppi listans níunda árið í röð með tekjur upp á 519 milljónir evra og Barcelona heldur öðru sætinu.  Bayern Munchen skýst í þriðja sætið á kostnað Manchester United.  

Þetta er athyglivert í ljósi þess að Real Madrid vann ekki neinn bikar í fyrra auk erfiðs efnahagsástands á Spáni.  Þetta sýnir styrk liðsins til að afla sér sífellt meiri tekna, jafnt innanlands sem utan.  Bilið milli Real Madrid og Barcelona hefur aukist en bæði félög njóta þess að geta samið sjálf um sölu á sjónvarpsrétti vegna eigin leikja, en það er lykillinn að því að þau drottna peningalega yfir keppinautum sínum í Evrópu.

Sjá nánar heildarskýrslu Deloitte um ríkustu knattspyrnufélögin.

Did you find this useful?