Um okkur
Framúrskarandi og til fyrirmyndar!
Deloitte er bæði framúrskarandi og til fyrirmyndar
Deloitte er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja árið 2023, nú áttunda árið í röð. Til þess að komast á þann lista þarf að uppfylla ströng skilyrði Creditinfo. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær kröfur sem gerðar eru til að vera Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingu um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Þá hefur Deloitte einnig verið á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri en til þess að komast á þann lista þarf jafnramt að uppfylla ströng skilyrði.
Við erum gríðarlega stolt af þessum viðurkenningum sem eru til merkis um þá miklu og góðu vinnu sem okkar fólk leggur til á degi hverjum því að það er þeirra framlag sem skilar sér í góðum árangri fyrirtækisins.