Faglegt efni
Millennial Survey 2019
Efasemdir og vantraust endurspeglast í svörum þátttakenda
„Deloitte Millennial Survey“ var framkvæmd á vormánuðum, nú í áttunda sinn, og var könnunin í ár sú stærsta til þessa. Rúmlega 16.000 einstaklingar tóku þátt, um 13.000 einstaklingar fæddir 1983-1994, Y-kynslóðin, og um 3.000 einstaklingar fæddir 1995-2002, Z-kynslóðin.
Samantekt
Það má greina mikinn óróleika og svartsýni í niðurstöðum „Deloitte Millennial Survey 2019“. Svo virðist sem þessi kynslóð eigi erfitt með að fóta sig í þessum heimi og finna sinn stað; þátttakendur voru almennt óánægðir - óánægðir með starfsframa sinn, líf sitt almennt og samfélagið í heild.
Efasemdir og vantraust
Efasemdir og vantraust eru ríkjandi í svörum þátttakenda. Þeir efast um hvata fyrirtækja og hafa ekki trú á að leiðtogar og yfirvöld hafi raunverulega metnað fyrir því að gera heiminn að betri stað.
Breyttar áherslur og langanir
Niðurstöður sýna að þátttakendur meta upplifanir mikils; þeir þrá að ferðast, skoða heiminn og hafa þýðingarmikil áhrif á samfélagið sitt. Að stofna fjölskyldu og/eða fyrirtæki er aftar á forgangslista þeirra en hjá fyrri kynslóðum.
Gildi og siðferði vega þungt
Rík siðferðiskennd einkennir þessa kynslóð. Þátttakendur styðja fyrirtæki og stofnanir sem eru í flútti við þeirra eigin gildi og siðferði og segjast óhræddir við slíta viðskiptasamböndum sem eru það ekki.