Faglegt efni

The Millennial Survey 2018

Ný kynslóð á vinnumarkaði ber minna traust til fyrirtækja en áður.

Sjöunda árlega Millennial Survey hjá Deloitte sýnir fram á að viðhorf nýrrar kynslóðar á vinnumarkaði til fyrirtækja er neikvæðara en síðustu ár. Ný kynslóð treystir ekki hvötum og siðferði fyrirtækja og kallar eftir jákvæðari áhrifum á samfélagið. Tryggð við vinnuveitendur er lítil.

Helstu punktar

Viðhorf yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði til fyrirtækja er neiðvæðara en undanfarin þrjú ár samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Deloitte framkvæmdi í 36 löndum. Könnunin byggir á svörum tæplega 12.000 svarenda sem tilheyra svokallaðri Y-kynslóð og er fædd á árunum 1980 - 2000. Viðhorf kynslóðarinnar til fyrirtækja einkennist af vantrausti gagnvart hvötum og siðferði fyrirtækja og tryggð við vinnuveitendur er lítil. Góð laun og jákvæð vinnumenning laðar að nýja starfsmenn en fjölbreytileiki og sveigjanleiki mun halda þeim til lengri tíma.  

Did you find this useful?