Faglegt efni

Persónuleg sjálfbærni

Sustained Personal and Professional Excellence: Promise or Pipe-dream?

Í tilefni af Alþjóðlegum degi kvenna viljum við bjóða þér á áhugaverðan hádegisfyrirlestur sem Deloitte heldur þriðjudaginn 10. mars kl. 12. Á fundinum munu Punit Renjen, nýr forstjóri Deloitte á heimsvísu, Cathy Engelbert forstjóri Deloitte USA og Katty Kay (Author, Journalist, Lead Anchor BBC News America) reifa stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þar verður reynt að svara spurningum eins og „Can women have it all?“ og „Is sustained personal and professional excellence a promise or just a pipe-dream?“

International Women´s Day 2015

Í mörgum löndum útskrifast fleiri konur með háskólapróf en menn en samt er staðan þannig að færri konur ná á toppinn í stórum fyrirtækjum. Árið 2014 voru 20,7% stjórnarmanna í Bretlandi konur, 16,9% í Bandaríkunum, 12,3% í Ástralíu, 12,1% í Kanada og 8,1% í Kína skv. Catalyst Knowledge Centre.

Af hverju eru svona fáar konur útnefndar til stjórnarstarfa?  Af hverju kjósa svona margar konur að skella sér ekki í toppslaginn?  Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að breyta þessu?

Á síðustu árum höfum við heyrt mikið talað um sjálfbærni (sustainability).  Sjálfbærni er eitthvað sem fullnægir þörfum samtíðar án þess að brenna út eða skerða möguleika á að fullnægja þörfum í framtíðinni.

Á þessum hádegisfyrirlestri verður fjallað um hugtakið „Persónuleg sjálfbærni“ – þ.e. möguleiki einstaklingsins á að þrífast í fjölbreyttum aðstæðum sem eru í lífi hvers um leið og persónulegum og faglegum árangri er viðhaldið.

Á þessum fyrirlestri munu fyrirlesarar deila sinni persónulegu reynslu af því hvernig þeir náðu á toppinn og hvernig þeim tekst að halda sér þar. 

Did you find this useful?