Deloitte innanfrá

Saga Deloitte ehf.

Gæði og heilindi

Deloitte ehf. gerðist þann 15. mars 1994 fullgildur aðili að alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL), þar sem starfa rúmlega 264.000 starfsmenn í yfir 150 löndum. Hjá Deloitte á Íslandi starfa um 250 manns og þar af eru um 220 háskólamenntaðir.

Með aðild að DTTL höfum við aðgang að öllum sérfræðingum þess um víða veröld til að þjóna viðskiptavinum okkar. Aðildin leggur skyldur á félagið um að uppfylla fjölmargar kröfur um gæði veittrar þjónustu og öguð vinnubrögð.

Fyrirtækið

Deloitte ehf. rekur skrifstofur og útibú í Kópavogi, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akureyri, Húsavík, Fjarðarbyggð, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Hveragerði og Vestmannaeyjum.

Að auki eru samstarfsfyrirtæki á Bolungarvík, Ísafirði og í Færeyjum.

Starfsemin

Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu meðal annars á eftirfarandi sviðum:

 • Endurskoðun & reikningsskil
 • Skattskil og skattaráðgjöf
 • Lögfræðiráðgjöf
 • Rekstrarráðgjöf og áætlanagerð
 • Stofnun og sameining félaga
 • Upplýsingaöryggi
 • Bókhald
 • Launavinnslur
 • Gerð ársreikninga
 • Upplýsingatækniráðgjöf
 • Viðskiptagreining og vöruhús gagna
 • Ráðgjöf í upplýsingaöryggi
 • Árangursstjórnun- og mælingar
 • Alþjóðleg ráðgjöf í tengslum við DTTL, o.fl.

Fjölþætt þjónusta

Did you find this useful?