Life at Deloitte

Saga Deloitte ehf.

Gæði og heilindi

Deloitte ehf. gerðist þann 15. mars 1994 fullgildur aðili að alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL), þar sem starfa rúmlega 286.000 starfsmenn í yfir 150 löndum. Hjá Deloitte á Íslandi starfa um 270 manns.

Með aðild að DTTL höfum við aðgang að öllum sérfræðingum þess um víða veröld til að þjóna viðskiptavinum okkar. Aðildin leggur skyldur á félagið um að uppfylla fjölmargar kröfur um gæði veittrar þjónustu og öguð vinnubrögð.

Fyrirtækið

Deloitte ehf. rekur skrifstofur og útibú í Kópavogi, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akureyri, Húsavík, Fjarðarbyggð, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Hveragerði og Vestmannaeyjum.

Að auki eru samstarfsfyrirtæki á Bolungarvík, Ísafirði og í Færeyjum.

Starfsemin

Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu meðal annars á eftirfarandi sviðum:

 • Endurskoðun & reikningsskil
 • Skattskil og skattaráðgjöf
 • Lögfræðiráðgjöf
 • Rekstrarráðgjöf og áætlanagerð
 • Stofnun og sameining félaga
 • Upplýsingaöryggi
 • Bókhald
 • Launavinnslur
 • Gerð ársreikninga
 • Upplýsingatækniráðgjöf
 • Viðskiptagreining og vöruhús gagna
 • Ráðgjöf í upplýsingaöryggi
 • Árangursstjórnun- og mælingar
 • Alþjóðleg ráðgjöf í tengslum við DTTL, o.fl.

Fjölþætt þjónusta

Did you find this useful?