Deloitte innanfrá

Um okkur

Alþjóðlegt fyrirtæki

Undir „Deloitte” vörumerkinu starfa þúsundir sérfræðinga í fyrirtækjum um allan heim sem bjóða upp á sérhæfða þjónustu og ráðgjöf á sviði endurskoðunar og reikningsskila, ásamt fjármálaráðgjöf, skatta- og lögfræðiráðgjöf og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækin eru aðildarfélög að Deloitte Touche Tohmatsu Limited (“DTTL”). Þjónusta Deloitte við viðskiptavini byggir á því trausta og metnaðarfulla starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu.

Stærsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki heims

Deloitte veitir bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum endurskoðunar-, skatta-, ráðgjafar- og fjármálaþjónustu. Alþjóðlegt sérfræðinet Deloitte tengir saman sérfræðinga í 150 löndum þannig að saman fari ítarleg staðbundin þekking og alþjóðleg hæfni, viðskiptavinum til hagsbóta. Hjá Deloitte starfa um 264.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.

 

Did you find this useful?