Fréttatilkynningar

Vigdís tekur við starfsstöð Deloitte í Vestmannaeyjum

Þrír nýir starfsmenn  

Kópavogur, 7. janúar 2021

Vigdís Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur Vestmannaeyjum, hefur gengið til liðs við Deloitte og tekið við stjórn starfsstöðvarinnar í Vestmannaeyjum af Hafsteini Gunnarssyni en hann mun, eftir sem áður, stýra og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini Deloitte í Eyjum.

Vigdís hefur undanfarin þrjú ár starfrækt eigin stofu í Eyjum sem hefur vaxið og dafnað á tímabilinu. Vigdís starfaði áður hjá Deloitte í um 15 ár, eða allt frá útskrift 1999 til ársins 2013.

Auk Vigdísar munu Birna Berg Haraldsdóttir og Hulda Birgisdóttir bætast við hópinn hjá Deloitte en þær hafa verið í hlutastarfi hjá Vigdísi.

Það eru töluverðar breytingar hjá okkar öflugu starfsstöð í Eyjum, sem er nú að hefja sitt 41. rekstrarár.

Við erum afskaplega glöð að hafa fengið Vigdísi aftur til okkar og höfum fulla trú á að hún muni ásamt góðu Eyja-teymi styrkja starfsstöðina​​ enn frekar til hagsbóta fyrir viðskiptavini og svæðið allt,

segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.

Vigdís, Hulda og Birna Berg
Did you find this useful?