Fréttatilkynningar

Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Deloitte skrifar undir viljayfirlýsingu

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri, skrifaði undir viljayfirlýsingu Markaðsstofu Kópavogs um innleiðinu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Deloitte hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Markaðsstofu Kópavogs um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Deloitte gengur þar í hóp fjölmarga fyrirtækja og stofnana í Kópavogi sem staðfest hafa yfirlýsinguna.

Kópavogsbær er þátttakandi í brautryðjendaverkefni Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í borgum, sveitarfélögum og svæðum. Með þessu er samþykkt að heimsmarkmiðin séu innleidd í stefnu bæjarins.

Undanfarin ár hefur Deloitte á Íslandi fylgt mælanlegum markmiðum alþjóðafyrirtækisins í umhverfismálum með WorldClimate-verkefninu og tekið þátt í samfélagslegri uppbyggingu með WorldClass-framtakinu. Bæði verkefnin ná til ársins 2030 og mælanleiki og árangur þessara verkefna metnir árlega.

Með undirritun okkar að viljayfirlýsingu Markaðsstofu Kópavogs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sýnum við skuldbindingu okkar í verki með öðrum nágrannafyrirtækjum og stofnunum um sjálfbæra þróun í bæjarfélaginu. 

Did you find this useful?