Lausnir

Endurskoðun reikningsskila

Í ýmsum lögum, m.a. lögum um ársreikninga eru ákvæði um að fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla ákveðin skilyrði, skuli kjósa sér endurskoðanda

Endurskoðun reikningsskila

Í ýmsum lögum, m.a. lögum um ársreikninga eru ákvæði um að fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla ákveðin skilyrði, skuli kjósa sér endurskoðanda. Þess er ekki krafist að allir ársreikningar séu endurskoðaðir. Þeir sem ekki eru skyldugir til að leggja fram endurskoðaða ársreikninga geta engu að síður óskað eftir endurskoðun þeirra til að auka traust á upplýsingum sem í þeim eru.  Endurskoðandi er oftast kosinn á aðalfundi hvort sem er um að ræða lögbundna eða valkvæða endurskoðun að ræða. Engu að síður getur fyrirtæki ráðið til sín endurskoðanda þótt hann sé ekki kosinn á aðalfundi.

 

Did you find this useful?