Lausnir

Könnun árshlutareikninga

Slík könnun á árshlutareikningum á við hjá fyrirtækjum sem jafnframt eru endurskoðuð. Með könnun er átt við störf endurskoðanda, einkum í formi fyrirspurna og greiningaraðgerða, í þeim tilgangi að gera þeim kleift að gefa yfirlýsingu um árshlutareikning í áritun sinni.

Markmiðið með könnun endurskoðenda er að auka trúverðugleika reikningsskilanna. Könnun árshlutareiknings felur ekki í sér jafn umfangsmiklar aðgerðir og endurskoðun ársreiknings. Í því felst að endurskoðandi getur í áritun sinni aðeins gefið yfirlýsingu um að könnun hans hafi ekkert leitt í ljós sem bendi til annars en að reikningsskilin gefi glögga mynd af afkomu og efnahag fyrirtækisins.

 

Did you find this useful?