Faglegt efni

Meðferð fjármálagerninga

Samantekt

Meðferð fjármálagerninga er eitt af þeim viðfangsefnum reikningsskila sem hefur verið hvað mest í kastljósinu eftir efnahagshrunið 2008 enda getur meðferð þeirra haft veruleg áhrif á reikningsskil félaga. Meðfylgjandi samantekt Deloitte fjallar um helstu breytingar á meðferð verðbréfum í reikningsskilum ásamt ýmsum breytingum á efnahagsumhverfinu sem mögulega geta haft áhrif á reikningshaldslega meðferð þeirra.

Meðferð fjármálagerninga

Það sem meðal annars er fjallað um í þessari samantekt:

  • Ný álitaefni sem markaðurinn stendur frammi fyrir vegna samræmingarverkefnis FASB og IASB um meðferð fjármálagerninga.
  • Ítarleg greining á reikningshaldslegri meðferð verðbréfa þar sem fjölgun hefur orðið á þeim aðilum sem gera reikningsskil sín í samræmi við IFRS sem og US GAAP.
  • Yfirferð yfir skýringarkröfur og reikningshaldslega meðferð verðbréfa í samræmi við US GAAP.
  • Hvernig tillögur FASB og IASB um flokkun og mat á fjármálagerningum geta haft áhrif á markaðsaðila.
  • Breytingar á samstæðureikningsskilum sem gætu leitt til þess að félög sem áður voru hluti af samstæðureikningsskilum verða það ekki lengur.
  • Áhrif Basel III.

Deloitte vonar að þér finnist skýrslan áhugaverð. Hafðu endilega samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar.

Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sækja samantekt Deloitte á helstu breytingum á meðferð verðbréfa í reikningsskilum o.fl.
Did you find this useful?