Faglegt efni

Námskeiðaröð Deloitte 2014-2015

Fjölbreytt námskeið í boði

Deloitte mun bjóða upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið í vetur. Námskeiðin eru öllum opin og henta vel stjórnarmönnum, stjórnendum, millistjórnendum og starfsfólki í fjármálum og reikningshaldi.

Námskeið hjá Deloitte 2014-2015

Námskeiðin verða haldin í Deloitte Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi *

Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi.  Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 16.000.

Skráning fer fram á netfanginu namskeid@deloitte.is og einnig er hægt að skrá sig hér.

Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum.

Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin.

* Ef heildarfjöldi fer undir 10 manns, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið

Nánari upplýsingar um námskeiðin

Dags. Námskeið Lýsing Tími Verð
24.okt.  Skattlagning og  skattframtalsskil  þrotabúa Á námskeiðinu verður farið  yfir helstu reglur sem gilda um skattalega meðferð þrotabúa, s.s. afmörkun tekna þrotamanns og þrotabúsins, skattaleg réttindi sem flytjast yfir í þrotabúið, skattframtalsskil og helstu álitamál sem lúta að skattlagningu þrotabúa.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
12.nóv. Hvers virði eru endurskoðendur og óháð endurskoðun fyrir samfélagið? Á námskeiðinu verður fjallað um störf endurskoðenda í víðu samhengi, m.a. um hvað felst í endurskoðun og hvaða virði endurskoðun skapar fyrir samfélagið.  Einnig verður fjallað um störf endurskoðenda, faglegar kröfur til þeirra, siðareglur þeirra og um könnun og faglega aðstoð endurskoðenda við gerð ársreikninga og á hvaða hátt sú vinna er frábrugðin endurskoðun.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
18.nóv. Heimilisfesti og skattlagning starfsmanna sem fara erlendis vegna starfa Á námskeiðinu verður farið yfir helstu álitamál þegar starfsmaður fer til vinnu erlendis, bæði hvað varðar starfsmanninn sjálfan sem og vinnuveitanda. Stuðst verður við sjónarmið þar sem ríki sem viðkomandi starfar í er ekki með tvísköttunarsamning við Ísland og hvaða viðmið RSK hefur sett fram við uppkvaðningu úrskurða um skattalega heimilisfesti þegar þannig háttar. Raunveruleg dæmi verða tekin úr yfirstandandi ágreiningsmálum sem rekin eru fyrir skattyfirvöldum
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
27.nóv. IFRS 15 IFRS 15, nýr staðall um tekjuskráningu var gefinn út fyrr á árinu. Á námskeiðinu verður farið í gegnum efnissvið þess staðals, sem og möguleg áhrif hans á tekjuskráningu félaga innan mismunandi atvinnugreinahópa.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
4.des. Verkefni endurskoðunar-nefnda, ábyrgð og skyldur Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í endurskoðunarnefndum eða hafa áhuga á að setjast í slíkar nefndir.  Farið verður yfir hvaða ábyrgð og skyldur meðlimir endurskoðunarnefnda hafa og helstu verkefni þessara nefnda.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
10.des. IFRS breytingar Farið verður í gegnum helstu breytingar sem gerðar hafa verið á Alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hafa áhrif á reikningsskil félaga fyrir árið 2014. Einnig verður farið yfir helstu verkefni sem unnið er að innan IASB og möguleg framtíðaráhrif þeirra á reikningsskil félaga.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
16.des. Hvernig er best að haga skilum gagna til endurskoðenda Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að haga skilum á gögnum til endurskoðenda svo spara megi bæði tíma og peninga.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
8.jan. IFRS 3 Markmið námskeiðsins er að fara í gegnum efnissvið IFRS 3, Samrunar, ásamt því að fara í gegnum mat á gagngjaldi í samrunum, skráningu og mat á keyptum eignum og yfirteknum skuldum, mat á viðskiptavild og hlutdeild minnihluta í samrunum fyrirtækja.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
21.jan. Líkön í rekstri fyrirtækja Nánast öll fyrirtæki nota líkön í sínum rekstri. Líkönin geta snert margvíslegar hliðar rekstrarins, allt frá því að halda utan um gerð rekstraráætlana í að vera grundvöllur fyrir stærri ákvörðunartökur. Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi notkunarmöguleika líkana við rekstur fyrirtækja, m.a. við áætlunargerð, mat á virði fjárfestinga / samninga / afleiða / eigna, sviðsmyndagreiningu og hagræðingu í rekstri og skýrslugerð. Á námskeiðinu verður einnig fjallað um mikilvæg atriði í smíði og viðhaldi líkana.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
29.jan. Upplýsingaöryggi - af hverju er það svona mikilvægt? Á námskeiðinu verður farið yfir hversu algeng og alvarleg tölvuinnbrot eru og dæmi tekin um ástæður og tilgang þeirra.  Einnig verður stiklað á stóru yfir algengar leiðir til að brjótast inn í tölvukerfi og varnir gegn tölvuinnbrotum.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
5.feb. Milliverðlagning Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 sem fól í sér innleiðingu leiðbeininga OECD á sviði milliverðlagningar. Á námskeiðinu verður farið yfir aðdraganda og tilgang leiðbeininganna, hvaða áhrif þær hafa á íslensk fyrirtæki sem og meginþætti milliverðlagsaðferða og milliverðlagsskjölunar. Þá verður jafnframt farið yfir reynslu Dana af leiðbeiningunum og verklag SKAT, en Danir innleiddu leiðbeiningar árið 1999.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
18.feb. Valdmörk milli Skattrannsóknarstjóra og Ríkisskattstjóra - hvar liggja mörkin? Fjallað verður um valdmörk á milli ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, þ.e. á milli skatteftirlits og skattrannsókna. Reynt verður að skilgreina mörkin á milli embættanna út frá fyrirliggjandi réttarheimildum og taka dæmi úr skattframkvæmd þar sem embættin hafa farið út fyrir sitt valdsvið.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
11.mar. Excel fyrir fjármálastjóra Notkun Excel sem greiningartækis. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um framsetningu og meðhöndlun gagna, m.a. notkun pivot tafla, notkun algengra formúla og fjármálafalla, myndræna framsetningu, skýrslugerð og hagnýtar aðferðir við uppsetningu líkana í Excel.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
5.mars Innra eftirlit fyrirtækja út frá sjónarhorni upplýsingatækni Farið verður yfir þau atriði tengd upplýsingakerfum / tækni sem mikilvægt er að yfirfara í tengslum við kannanir á innra eftirliti fyrirtækja.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
13.mars  Excel fyrir bókara Notkun Excel við gerð reikningsskila. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um framsetningu og meðhöndlun gagna, notkun algengra formúla og leitarfalla og ýmsa möguleika í notkun Excel við gerð reikningsskila, svo sem lánatöflur, fyrningatöflur og afstemmingar.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
18.mars COSO regluverkið “Nýja COSO” frá maí 2013 Námskeiðið fjallar um nýja uppfærslu af COSO Internal Control – Integrated framework sem kom út í byrjun 2013. Farið verður yfir regluverkið í aðalatriðum og hvað hefur breyst í nýju útgáfunni.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
24.mars Fjárfestingar fyrirtækja - undirbúningur fjárfestaákvarðana Fjárfestingaákvarðanir eru meðal stærstu ákvarðana stjórnenda fyrirtækja. Mikilvægt er að undirbúa ákvarðanatöku vel þar sem vanhugsuð ákvörðun getur haft alvarlegar fjárhagslegar afleiðingar. Námskeiðið mun fjalla um helstu þætti sem þarf að skoða áður en að ákvarðanatöku um fjárfestingar kemur.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
Did you find this useful?