Faglegt efni

Námskeiðaröð Deloitte 2015-2016

Fjölbreytt námskeið í boði

Deloitte mun bjóða upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið í vetur. Námskeiðin eru öllum opin og henta vel stjórnarmönnum, stjórnendum, millistjórnendum og starfsfólki í fjármálum og reikningshaldi.

Námskeið hjá Deloitte 2015-2016

Námskeiðin verða haldin í Deloitte Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi *

Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi.  Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 16.000.

Skráning fer fram á netfanginu namskeid@deloitte.is og einnig er hægt að skrá sig hér.

Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum.

Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin.

* Ef heildarfjöldi fer undir 10 manns, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið

Nánari upplýsingar um námskeiðin

Dags. Námskeið Lýsing Tími Verð
14.okt. Drög að nýjum norrænum staðli (SASE) fyrir endurskoðun lítilla fyrirtækja Kynning á drögum að nýjum norrænum staðli (SASE) fyrir endurskoðun lítilla fyrirtækja. Staðallinn er samstarfsverkefni Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) sem samanstendur af samtökum endurskoðenda í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og á Íslandi.Jón Rafn Ragnarsson, sem setið hefur fyrir hönd FLE í verkefninu og tekið þátt í gerð staðalsins mun fara yfir efni hans og að hvaða leyti hann er frábrugðinn alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum sem eru í gildi.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
4.nóv. Fjárhagslegar áreiðanleikakannanir - tilgangur og framkvæmd Farið verður yfir mismunandi aðferðir við gerð áreiðanleikakannanna með tilliti til verkkaupa og tilgangs könnunar. Farið verður yfir uppsetningu á hefðbundinni áreiðanleikakönnun og hvernig kaupandi getur nýtt niðurstöður könnunar sér í hag við samningaborðið sem og við samþættingu hins keypta rekstrar við núverandi rekstur kaupanda. Rætt verður stuttlega um breytingar á markaði fyrir áreiðanleikakannanir og þróun á skýrslum til að mæta kröfum markaðarins.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
10.nóv. Stefnumarkandi dómar og úrskurðir Yfirferð á nýlegum skattalegum álitamálum í tengslum við skiptingar félaga sem komið hafa upp í kjölfar nýrra dóma og úrskurða YSKN.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
18.nóv. IAS 7 - sjóðstreymi Farið verður yfir grunnreglur IAS 7 og raunhæf dæmi leyst.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
24.nóv. Excel I Grunnnámskeið í Excel, þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í Excel svo sem valmyndina, flýtihnappa, notkun einfaldra formúla og leitarfalla og ýmsa möguleika við notkun Excel í reikningshaldi t.d. við framkvæmd afstemninga og einföldun á skýrslugerð. Samhliða yfirferðinni leysa nemendur einfalt verkefni þar sem reynir á þá þætti sem farið verður yfir. Námskeiðið er hentar þeim sem eitthvað þekkja til Excel en vilja bæta grunnþekkingu sína til notkunar í vinnu með reikningshald, skýrslugerð og/eða uppgjör.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
25.nóv. Excel II Framhaldsnámskeið í Excel þar sem farið er yfir notkun Excel sem greiningartækis. Kynnt verða hagnýt atriði sem nýtast við framsetningu og meðhöndlun gagna. Einnig verður farið yfir formúlugerð, notkun algengra falla í skýrslugerð sem og hagnýtar aðferðir við uppsetningu líkana í Excel. Samhliða yfirferðinni leysa nemendur verkefni þar sem reynir á þá þætti sem farið verður yfir. Námskeiðið hentar þeim sem hafa góða grunnþekkingu á Excel og vilja bæta við verkfærakassann til notkunar í vinnu með flóknari fjármálagreiningar svo sem arðsemismat, áætlanagerð, virðisútreikninga, sviðsmyndagreiningar eða aðra skýrslugerð.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
8.des. IFRS 15 Farið verður yfir grunnreglur í nýjum staðli og rætt um helstu áskoranir sem þar koma fram. Einnig verður farið í gegnum nýjustu umræður sem átta hafa sér stað um staðalinn og kröfur hans.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
10.des. Milliverðlagning Á námskeiðinu verður fjallað um nýlega reglugerð um skjölun milliverðlagningar og tilmæli OECD í þeim efnum. Íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við tengda aðila erlendis og voru með veltu/heildareignir yfir 1 ma. kr. á rekstrarárinu 2014 þurfa að útbúa umrædda skjölun og er skylt að afhenda skattayfirvöldum skjölunina, sé þess óskað.  Að auki verður farið yfir BEPS verkefni OECD sem stendur nú yfir fjallað nýlegar breytingar á milliverðlagsreglunum og áhrif þeirra.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
15.des. IFRS breytingar Farið verður yfir helstu breytingar á IFRS sem hafa áhrif á ársreikning 2015 ásamt því að rætt verður um framtíðarþróun.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
14.jan. Skattadagur Deloitte Árlegur skattadagur Deloitte í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands á Grand Hotel Reykjavik.
 
8.00-10.00 3.900
19.jan. Skattadagur Deloitte í Reykjanesbæ
 
8.30-10.00  
20.jan. Skattadagur Deloitte í Vestmannaeyjum
 
12.00-13.30  
26.jan. Skattadagur Deloitte í Ólafsvík
 
20.00-21.30  
29.jan. Skattadagur Deloitte í Hveragerði
 
16.00-18.00

 
26.jan  Skil á gögnum til endurskoðenda Námskeiðið er ætlað fyrir bókara, fjármálastjóra og aðra sem koma að skilum á gögnum til ársreikningsgerðar.  Á námskeiðinu er farið yfir þau helstu atriði sem þurfa að liggja fyrir áður en gögn eru afhent. Tilgangur námsskeiðsins er að auðvelda flokkun og skipulag svo hægt sé að spara tíma við gerð ársreikninga og skattskil. 
Skráning á námskeið
 
9.00-10.30 16.000
27.jan Ársreikningalæsi - sjóðstreymi - kennitölur Farið verður yfir uppbyggingu ársreiknings og samspil einstakra liða ársreiknings við sjóðstreymisyfirlit. Jafnframt verður farið yfir matskennda reikningsliði og þá sem fela í sér óvissu í mati.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
9.mars. Grunnatriði við virðismat fyrirtækja og rekstrareininga Á námskeiðinu verður farið yfir viðurkenndar virðismatsaðferðir sem notaðar eru við mat á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Sérstök áhersla verður lögð á sjóðsstreymismat með því að sýna hvernig frjálst fjárflæði viðkomandi rekstrareiningar er áætlað og samsetningu á veginni ávöxtunarkröfu (WACC) til núvirðingar. Einnig verða kynntar aðrar aðferðir við gerð virðismata til að mynda virðismat byggt á kennitölumargfeldi samanburðarfyrirtækja og upplausnarvirði.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
11.feb. Skattadagur Deloitte á Akureyri
 
8.00-10.00  
Mars Fjárfestingar fyrirtækja - undirbúningur fjárfestaákvarðana Fjárfestingaákvarðanir eru meðal stærstu ákvarðana stjórnenda fyrirtækja. Mikilvægt er að undirbúa ákvarðanatöku vel þar sem vanhugsuð ákvörðun getur haft alvarlegar fjárhagslegar afleiðingar. Námskeiðið mun fjalla um helstu þætti sem þarf að skoða áður en að ákvarðanatöku um fjárfestingar kemur.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
15.mars COSO regluverkið - "nýja COSO" frá maí 2013 Námskeiðið fjallar um nýja uppfærslu af COSO Internal Control – Integrated framework sem kom út í byrjun 2013. Farið verður yfir regluverkið í aðalatriðum og hvað hefur breyst í nýju útgáfunni.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
7.apríl Góðir stjórnarhættir og ábyrgð stjórnarmeðlima Námskeiðið fjallar um góða stjórnarhætti með áherslu á ábyrgð og skyldur stjórnarmanna og nýjar leiðbeiningar Viðskiptaráðs um stjórnarhætti fyrirtækja.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
13.apríl Verkefni endurskoðunarnefnda, ábyrgð og skyldur Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í endurskoðunarnefndum eða hafa áhuga á að setjast í slíkar nefndir.  Farið verður yfir hvaða ábyrgð og skyldur meðlimir endurskoðunarnefnda hafa og helstu verkefni þessara nefnda.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
19.apríl Áhættustjórnun fyrirtækja Á námskeiðinu verður farið yfir kynningu á áhættustýringu fyrir íslensk fyrirtæki, hvaða lög og reglur gilda og hvernig hægt er að innleiða áhættustýringu hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
Did you find this useful?