Faglegt efni

Námskeiðaröð Deloitte 2016-2017

Fjölbreytt námskeið í boði

Deloitte mun bjóða upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið í vetur. Námskeiðin eru öllum opin og henta vel stjórnarmönnum, stjórnendum, millistjórnendum og starfsfólki í fjármálum og reikningshaldi.

Námskeið hjá Deloitte 2016-2017

Námskeiðin verða haldin í Deloitte Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi *

Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi.  Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 16.000.

Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum.

Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin.

* Ef heildarfjöldi fer undir 10 manns, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið

Nánari upplýsingar um námskeiðin

Dags. Námskeið Lýsing Tími Verð
30.sept. Samrunar og skiptingar. Dómaframkvæmd Á námskeiðinu verður farið yfir helstu lagareglur og mikilvægt atriði í tengslum við samruna og skiptingar félaga.  Samrunar og skiptingar þurf að uppfylla tiltekin skilyrði til þess að teljast gild að félagarétti en í skattarétti eru gerðar sjálfstæðar og strangari kröfur. Farið verður yfir helstu úrskurði og dóma og þau álitamál sem geta komið upp í tengslum við þessar ráðstafanir.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
20.okt. Lög um ársreikninga, helstu breytingar Farið verður yfir helstu atriði sem fólust í nýlegum breytingum á lögum um ársreikninga ásamt því að velta uppi helstu álitamálum.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
25.okt. Gjaldeyrishöftin, helstu breytingar Áhersla lögð á nýlegar breytingar á gjaldeyrislöggjöfinni hvað varðar losun hafta, bindiskyldu reiðufjár vegna innstreymis erlends gjaldeyris og meðferð svokallaðra aflandskróna.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
27.okt.

Stjórnendalíkön og áætlanagerð í Excel

Langflest fyrirtæki nota líkön í sínum rekstri í margvíslegum tilgangi, allt frá því að halda utan um rekstraráætlanir í að vera grundvöllur fyrir stærri ákvarðanatöku. Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvæg atriði varðandi gerð og viðhald Excel líkana. Sérstök áhersla verður lögð á gerð og notkun líkana sem halda utan um áætlanagerð og stjórnendagreiningar, auk þess sem farið verður yfir það hvernig dýnamísk stjórnendalíkön geta unnið með hugmyndafræði „beyond budgeting“.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
4.nóv. Outlook Grunnnámskeið í Microsoft Outlook, þar sem farið er yfir helstu tæki og tól sem Outlook býður upp á til bæta - Skipulag á vinnudeginum -Yfirsýn og forgangsröðun á verkefnum - Skilvirka meðhöndlun á pósti - Þátttakendur eru hvattir til að taka eigin tölvu með á námskeiðið.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
8.nóv. IFRS breytingar Farið verður yfir helstu breytingar á IFRS stöðlum sem hafa áhrif á reikningsskil 2016 sem og framtíðarbreytingar.
Skráning á námskeið
9.00-10.00 16.000
16.nóv. IFRS 15 Tekjuskráning Farið verður yfir grundvallarreglur IFRS 15 og helstu áhrif sem þessi nýi staðall mun hafa á reikningsskil félaga.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
29.nóv. IFRS 16 Leigusamningar Farið verður yfir kröfur nýja staðalsins og þær breytingar sem innleiðing þessa nýja staðal mun hafa á reikningsskil félaga. 
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
8.des.  Skattaívilnanir vegna R&Þ og fjárfestinga Á námskeiðinu verður farið yfir helstu lög og reglur á sviði skattaívilnana sem tengjast rannsóknum og þróun auk þeirra ívilnana sem bjóðast í tilviki nýfjárfestinga hérlendis. Þá verður einnig farið stuttlega yfir aðrar tengdar ívilnanir og helstu styrki sem standa til boða á sviði nýsköpunar. 
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
9.des.  Excel I Grunnnámskeið í Excel, þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í Excel svo sem valmyndina, flýtihnappa, notkun einfaldra formúla og leitarfalla og ýmsa möguleika við notkun Excel í reikningshaldi t.d. við framkvæmd afstemninga og einföldun á skýrslugerð. Samhliða yfirferðinni leysa nemendur einfalt verkefni þar sem reynir á þá þætti sem farið verður yfir. Námskeiðið er hentar þeim sem eitthvað þekkja til Excel en vilja bæta grunnþekkingu sína til notkunar í vinnu með reikningshald, skýrslugerð og/eða uppgjör. 
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
15.des.  Framsetning lykilmælikvarða í ársreikningum Farið verður yfir framsetningu á lykilmælikvörðum í reikningsskilum félaga, skilgreiningar á þeim, samræmi við reikningsskilareglur og umræður eftirlitsaðila varðandi slíka framsetningu. 
Skráning á námskeið
 
9.00-10.00 16.000
16.des.  Excel II Framhaldsnámskeið í Excel þar sem farið er yfir notkun Excel sem greiningartækis. Kynnt verða hagnýt atriði sem nýtast við framsetningu og meðhöndlun gagna. Einnig verður farið yfir formúlugerð, notkun algengra falla í skýrslugerð sem og hagnýtar aðferðir við uppsetningu líkana í Excel. Samhliða yfirferðinni leysa nemendur verkefni þar sem reynir á þá þætti sem farið verður yfir. Námskeiðið hentar þeim sem hafa góða grunnþekkingu á Excel og vilja bæta við verkfærakassann til notkunar í vinnu með flóknari fjármálagreiningar svo sem arðsemismat, áætlanagerð, virðisútreikninga, sviðsmyndagreiningar eða aðra skýrslugerð. 
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
19.jan.  Skattadagur Deloitte Nánar auglýstur síðar.  8.30-10.00 3.900
17.jan.  Viðskiptagreind (e. business intelligence) með Excel Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig Excel getur nýst smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem viðskiptagreindartól. Á meðal viðfangsefna er meðhöndlun gagna, sjálfvirkar tengingar í gagnagrunna, uppsetning stjórnborða, sjálfvirk skýrslugerð og pivot töflur. Námskeiðið hentar þeim sem vinna með greiningu gagna í Excel.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
24.jan. Skattalög - nýlegar breytingar og stefnumarkandi dómar Farið verður yfir nýjustu skattabreytingar. 
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
26.jan. Skil á gögnum til endurskoðanda Námskeiðið er ætlað fyrir bókara, fjármálastjóra og aðra sem koma að skilum á gögnum til ársreikningsgerðar.  Á námskeiðinu er farið yfir þau helstu atriði sem þurfa að liggja fyrir áður en gögn eru afhent. Tilgangur námsskeiðsins er að auðvelda flokkun og skipulag svo hægt sé að spara tíma við gerð ársreikninga og skattskil.
Skráning á námskeið
 
9.00-11.00 16.000
16.feb. Ábyrgð endurskoðanda, t.d. vegna gerð skattframtala og skila á þeim. Dómaframkvæmd Ábyrgð endurskoðenda er mikil. Í daglegum störfum sínum þurfa þeir að taka tillit til lagaákvæða og siðareglna ásamt fjölda alþjóðlegra staðla. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu ábyrgðarþætti endurskoðenda. Jafnframt verða siðareglur endurskoðenda skoðaðar og farið yfir helstu refsiákvæði sem endurskoðendur geta orðið ábyrgir fyrir en þau spanna nokkurn fjölda laga og lagaákvæða í sérrefsilögum.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
22.mars Áhættustýring fyrir litil og meðalstór fyrirtæki Á námskeiðinu verður farið yfir kynningu á áhættustýringu fyrir íslensk fyrirtæki, hvaða lög og reglur gilda og hvernig hægt er að innleiða áhættustýringu hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig er kynning á notkun líkana í áhættustýringu.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
29.mars Viðskiptaferlar og eftirlitsaðgerðir Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði við gerð ferla, hvernig innleiða á verklagsreglur og vinnulýsingar við skráningu og stýringu ferla og hvernig ferlum er haldið við. Farið verður yfir tilgang ferla, hvernig áhættugreining þeirra fer fram og uppsetningu eftirlitsaðgerða þeim tengdum.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
25.apríl Góðir stjórnarhættir og ábyrgð stjórnarmeðlima Námskeiðið fjallar um góða stjórnarhætti með áherslu á ábyrgð og skyldur stjórnarmanna og nýjar leiðbeiningar Viðskiptaráðs um stjórnarhætti fyrirtækja.
Skráning á námskeið
9.00-11.00 16.000
Did you find this useful?