Faglegt efni

Námskeiðaröð Deloitte 2017-2018

Fjölbreytt námskeið í boði

Deloitte mun bjóða upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið í vetur. Námskeiðin eru öllum opin og henta vel stjórnarmönnum, stjórnendum, millistjórnendum og starfsfólki í fjármálum og reikningshaldi.

Námskeið hjá Deloitte 2017-2018

Námskeiðin verða haldin í Deloitte Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi *

Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi.  Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 5.900.

Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin.

* Ef heildarfjöldi fer undir 10 manns, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið

Nánari upplýsingar um námskeiðin

Dags. Námskeið Lýsing Tími Verð

18.okt.

Grunnatriði við virðismat fyrirtækja

Á námskeiðinu verður farið yfir viðurkenndar virðismatsaðferðir sem notaðar eru við mat á fyrirtækjum og rekstrareiningum.
Sérstök áhersla verður lögð á sjóðstreymismat með því að sýna hvernig frjálst fjárflæði viðkomandi rekstrareiningar er áætlað og ávöxtunarkrafa til núvirðingar metin.
Einnig verða kynntar aðrar virðismatsaðferðir, svo sem kennitölugreiningar og mat á eignavirði.             

 Skráning á námskeið

 9.00-11.00

 5.900

  17.nóv

 

Business Intelligence

 

 Námskeiðið fjallar um hvernig við aukum virði gagna og búum til úr þeim betri upplýsingar. Gögn eru til alls fyrst en geta hins vegar verið harla gagnslaus ef þau eru ekki meðhöndluð rétt. Við ræðum um gæði gagna og leiðir til minnka líkur á gæðavandamálum, uppbyggingu vandaðra gagnasafna, nýtingu gagna í skýrslur og mælaborð og hvernig við tengjum sem best við stjórnunarstefnu fyrirtækja í gegnum árangursstjórnun. Ekki er krafist djúprar tæknilegrar þekkingar til að taka þátt.

Skráning á námskeið

 9.00-11.00

 5.900

 20.nóv

Excel

 Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu af því að vinna með Excel.
Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að:
• Þekkja helstu flýtileiðir í Excel
• Kunna á mikilvægustu formúlurnar í Excel og formúlubyggingu
• Fá innsæi í hvaða lausnir eru mögulegar við flokkun á gögnum
Farið verður yfir einfaldar flýtileiðir og hagnýt atriði í excel. Einnig munum við fara yfir hjálpartól við greiningu gagna, m.a. Filter, Pivot töflur, einfaldar formúlur, IF-setningar og VLOOKUP.
Ekki er gert ráð fyrir því að þátttakendur hafi yfirgripsmikla reynslu af Excel.

 Skráning á námskeið

 9.00-11.00

 5.900

 30.nóv

AirBnB

Á námskeiðinu verður farið yfir það regluverk sem gildir um Airbnb gistingu, þá sérstaklega hvar mörkin á milli heimagistingar og atvinnustarfsemi liggja og þær reglur sem gilda um hvora tegund fyrir sig. Þá verður einnig farið yfir skattlagningu þeirra tekna sem hljótast af gistiþjónustunni

 Skráning á námskeið

 9.00-10.30

 5.900

  7.des

IFRS breytingar

Farið verður yfir helstu breytingar á IFRS stöðlum sem hafa áhrif á reikningsskil 2017 sem og framtíðarbreytingar.

 Skráning á námskeið

 9.00-11.00

 5.900

         
         
Did you find this useful?