Faglegt efni
Námskeiðaröð Deloitte 2017-2018
Fjölbreytt námskeið í boði
Deloitte mun bjóða upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið í vetur. Námskeiðin eru öllum opin og henta vel stjórnarmönnum, stjórnendum, millistjórnendum og starfsfólki í fjármálum og reikningshaldi.
Námskeið hjá Deloitte 2017-2018
Námskeiðin verða haldin í Deloitte Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi *
Kennarar eru sérfræðingar Deloitte á Íslandi. Þátttökugjald á hvert námskeið er kr. 5.900.
Sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðin.
* Ef heildarfjöldi fer undir 10 manns, áskilur Deloitte sér rétt til að fella niður viðkomandi námskeið
Nánari upplýsingar um námskeiðin
Dags. | Námskeið | Lýsing | Tími | Verð |
18.okt. |
Grunnatriði við virðismat fyrirtækja |
Á námskeiðinu verður farið yfir viðurkenndar virðismatsaðferðir sem notaðar eru við mat á fyrirtækjum og rekstrareiningum. |
9.00-11.00 |
5.900 |
17.nóv |
Business Intelligence
|
Stjórnendur nútímans búa við síbreytilegt viðskiptaumhverfi þar sem hraði breytinga er sífellt að aukast. Á þessu örnámskeiði verður fjallað um hvernig við getum sem best stutt við nútíma ákvarðanatöku með því að nýta gögn og búa til úr þeim nýtanlegar upplýsingar. Umfjöllunarefni verður meðal annars: stjórnun árangurs, mælaborð stjórnenda, ákvarðanataka og eðli hennar, gögn og meðhöndlun þeirra og einnig skoðum við stuttlega nokkur dæmi um verkefni þar sem gögn eru nýtt til bættrar ákvarðanatöku. Kennsluform er fyrirlestur og umræða. |
9.00-11.00 |
5.900 |
20.nóv |
Excel |
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu af því að vinna með Excel. |
9.00-11.00 |
5.900 |
30.nóv |
AirBnB |
Á námskeiðinu verður farið yfir það regluverk sem gildir um Airbnb gistingu, þá sérstaklega hvar mörkin á milli heimagistingar og atvinnustarfsemi liggja og þær reglur sem gilda um hvora tegund fyrir sig. Þá verður einnig farið yfir skattlagningu þeirra tekna sem hljótast af gistiþjónustunni |
9.00-10.30 |
5.900 |
19.des |
IFRS breytingar |
Farið verður yfir helstu breytingar á IFRS stöðlum sem hafa áhrif á reikningsskil 2017 sem og framtíðarbreytingar. |
9.00-11.00 |
5.900 |