Lausnir

Reikningsskil

Fjölbreytt þjónusta á sviði reikningsskila

Við bjóðum viðskiptavinum okkar faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði reikningsskila. Í gegnum tíðina höfum við byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu á starfsumhverfi viðskiptavina okkar sem gerir okkur enn betri í að uppfylla fjölbreytileg og krefjandi verkefni.

Hjá Deloitte á Íslandi starfa tugir sérfræðinga sem eru reiðubúnir til að veita viðskiptavinum sínum faglega ráðgjöf á sviði reikningsskila. Í fjölbreytilegu starfsumhverfi er nauðsynlegt að hafa aðgang að slíkri þekkingu sem sérfræðingar hjá Deloitte geta veitt fyrirtækjum hvort sem þau starfa á innlendum eða erlendum vettvangi. Helstu verkefni reikningsskilasviðs Deloitte eru:

Gerð árs- og árshlutareikninga

Þar sem um mjög sérhæfða þekkingu er að ræða getur verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki að úthýsa að hluta til eða öllu leyti þjónustu við gerð reikningsskila.  

Með aðkomu Deloitte að reikningsskilum fyrirtækja tryggir það áreiðanlega upplýsingagjöf til lesenda reikningsskilanna.

Aðstoð við gerð reikningsskila

Ráðgjöf

Meðal verkefna reikningsskilasviðs Deloitte er að veita ráðgjöf um úrlausn viðfangsefna er varða settar reikningsskilareglur á Íslandi og alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Ráðgjöf við úrlausn viðfangsefna á sviði reikningsskila

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar IFRS

International Financial Reporting Standards (IFRS) eru alþjóðlegir reikningsskilastaðlar.  Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar skipa sífellt stærri þátt í íslensku fyrirtækjaumhverfi. Öll félög með skráð hlutabréf/skuldabréf í kauphöll í dag þurfa að færa reikningsskil sín að fullu í samræmi við fyrirmæli IFRS.  Ýmis óskráð félög hafa óskað eftir heimild til beitingar IFRS á síðustu misserum. Ýmsir kostir geta fylgt því að taka upp IFRS og eftirfarandi eru dæmi um þá: 

 • Íslensk félög hafa í auknum mæli verið að fjárfesta í erlendum dótturfélögum sem beita hinum ýmsu reikningskilareglum. Við innleiðingu IFRS er farið yfir reikningskil félaga innan samstæðunnar og dregnar fram IFRS tölur fyrir hvert og eitt félag. Með því er lagður grunnur að samræmingu á reikningsskila-reglum innan samstæðu.
 • Auðveldar samskipti við lánastofnanir, sér í lagi erlendar sem ekki þekkja íslenskar reikningsskilareglur.
 • Erlendir hluthafar og stjórnendur hafa komið til liðs við íslensk félög á liðnum árum og slíkir aðilar þurfa að geta lesið og skilið þær reikningsskilareglur sem félög beita.
 • Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að bera sig saman við alþjóðleg fyrirtæki sem oft á tíðum hafa innleitt IFRS. Það stuðlar því að betri samanburðarhæfni þegar borin eru saman fyrirtæki sem beita sömu reglum við reikningsskil sín.

Hjá Endurskoðunar- og reikningsskilasviði Deloitte starfa sérfræðingar með áralanga reynslu á sviði IFRS og reikningsskila.  Deloitte á heimsvísu hefur á að skipa öflugu neti sérfræðinga á sviði IFRS sem okkar sérfræðingar eru í góðum tengslum við. Slík tengsl eru okkur mjög mikilvæg og tryggja að sérfræðingar okkar séu ávallt vel að sér í þeirri þróun sem á sér stað á IFRS regluverkinu. Þar að auki tryggja tengsl okkar góðan aðgang að helstu sérfræðingum Deloitte og þar með aðgang að þekkingu og aðferðafræði sem stenst fullan samanburð við það sem best gerist á þessu sviði í heiminum.  Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við: 

 • Innleiðingu IFRS (e. IFRS Implementation)
 • Kaupverðsútdeilingar (e. Purchase Price Allocation)
 • Virðisrýrnunarpróf (e. Impairment Testing)

Einnig veita sérfræðingar okkar alla almenna ráðgjöf á sviði IFRS. Dæmi um algeng atriði sem viðskiptavinir okkar leita eftir aðstoð við eru: 

 • Fjármálagerningar, mat og meðferð
 • Áhættuvarnir í reikningsskilum, mat og meðferð
 • Meðhöndlun á kaupréttarsamninga til starfsmanna
 • Kennsla og kynningar á tilteknum stöðlum og efnisatriðum
 • Heilsutékk á reikningsskilum
 • Álit á ýmsum reikningsskilaspurningum
 • Uppsetning á reikningsskilahandbókum

Reikningsskilahandbók

Reikningsskilasvið Deloitte tekur að sér að útbúa reikningsskilahandbækur fyrir fyrirtæki.

Reikningsskilahandbók

Vinnuferlar

Reikningsskilasvið Deloitte aðstoðar fyrirtæki við að setja upp eða yfirfara vinnuferla í uppgjörs- eða hagdeildum.

Skýrir vinnuferlar eru hverju fyrirtæki mikilvægt verkfæri til þess að skapa traust innra eftirlit og skilvirkari og áreiðanlegri vinnubrögð.

Vinnuferlar

AS/2 uppgjörs- og skjalavistunarkerfi

Deloitte býður AuditSystem/2 (AS/2), uppgjörs- og skjalavistunarkerfi sem er þróað og hannað í samvinnu við Microsoft.  AS/2 heldur utan um vinnuskjöl og gögn sem tengjast reikningsskilagerðinni og er hannað með það fyrir augum að auka skilvirkni og gagnsæi við gerð reikningsskila.

AS/2 er mjög aðgengilegt kerfi fyrir eitt félag sem og stórar samstæður.

Kerfið auðveldar félögum allt uppgjörsferli og léttir álagi af starfsfólki við gerð ársreiknings eða annarra fjárhagsskýrslna.

Greining fjárhagsupplýsinga

Reikningsskilasvið Deloitte aðstoðar fyrirtæki við gerð fjárhagsáætlana, samanburð og greiningar fjárhagsupplýsinga.

Aðstoðin getur bæði verið í einstök skipti sem og aðstoð við mánaðarlegar skýrslugjafir og greiningar á fjárhagsupplýsingum til stjórnenda.

Greining fjárhagsupplýsinga

Önnur reikningsskilaþjónusta

Reikningsskilasvið Deloitte getur veitt sérhæfða aðstoð til fyrirtækja vegna tímabundins álags, t.d. vegna nýrra verkefna eða skorts á sérhæfðum starfsmönnum hjá fyrirtækjunum.

Önnur reikningsskilaþjónusta

Did you find this useful?