Deloitte innanfrá

Leiðbeiningar um umsóknarferlið

og ráðningarsamtölin

Umsóknarferlið og ráðningarsamtöl

Þegar þú hefur sent okkur umsókn um starf, skimum við eftir menntun þinni, faglegum og félagslegum bakgrunni þínum og rýnum í persónuna út frá þeim upplýsingum sem þú gefur okkur og hvernig þú setur þær fram. Við skoðum reynslu þína af vinnumarkaði, líka af sumarstörfum þínum.  Við reynum að fá upplýsingar um það hvernig þú hefur staðið þig í fortíðinni, til þess að geta spáð fyrir um það hvernig þú munir koma til með að standa þig í starfi í framtíðinni.

Umsóknir getur þú sent beint á mannauðsstjóra harpa.thorlaksdottir@deloitte.is 

Ef við höfum ekki laust starf sem hentar þá geymum við umsóknina í 3-6 mánuði. Við svörum öllum sem sýna okkur áhuga og gætum fyllsta trúnaðar við umsækjendur.

Þegar þú skrifar umsókn um starf há okkur, ráðleggjum við þér að :

 • Kynna þér Deloitte t.d. með því að skoða heimasíðuna
 • Tala við fólk sem þekkir Deloitte
 • Hringja til okkar og tala við okkur
 • Segja okkur frá ástæðunni fyrir því að þú vilt vinna hjá Deloitte
 • Segja okkur hvað þú hefur að bjóða
 • Segja okkur hvaða færni og þekkingu þú hefur t.d. í bókhaldi og reikningsskilum, í ensku eða öðrum tungumálum og hversu fær þú ert í að nota Excel svo eitthvað sé nefnt.

Það er góð hugmynd að setja umsóknina upp þannig að þessi fjögur atriði komi skýrt fram:

 • Af hverju þú sækist eftir starfi hjá Deloitte
 • Hvað þú hefur að bjóða faglega
 • Hvað aðgreinir þig frá öðrum sem hugsanlega eru að sækjast eftir sama starfsframa hjá okkur
 • Hvaða framtíðarsýn þú hefur fyrir þig

Ef þú heillar okkur og færð boð um viðtal, ráðleggjum við þér að;

 • Íhuga hvernig vinnustað þú vilt tilheyra og hvaða væntingar þú hefur um verkefni starfsins og umboð til athafna í því
 • Spyrja um það sem þér finnst þú þurfa að vita um starfið og vinnustaðinn
 • Undirbúa þig fyrir því að segja frá sérstöðum aðstæðum í vinnu eða námi, sem þú hefur verið í og hvernig þú hegðaðir þér í þeim aðstæðum
 • Undirbúa þig fyrir að svara spurningum um þig sjálfan/sjálfa blátt áfram og heiðarlega án mikillar umhugsunar

Þær spurningar sem við munum leggja fyrir þig hafa flestar ekki eitthver eitt rétt svar. Spurningarnar hafa allar tilgang og eru til þess að við getum á sem skemmstum tíma kynnst þér.

Við vonumst til þess að þessi ráð hjálpi þér í atvinnuleitinni, og værum glöð að heyra frá þér.

Did you find this useful?