Deloitte innanfrá

Laus störf

Við sækjumst eftir nýútskrifuðum háskólastúdentum eða meistaranemum úr viðskiptafræði, lögfræði, eða fjármálafræði/fjármálaverkfræði. Af og til sækjumst við eftir reyndum ráðgjöfum með sérstaka þekkingu.

Laus störf - Ráðgjafar á sviði upplýsingatækni og fjármála

Vegna aukinna verkefna og jákvæðrar þróunar á fyrirtækjamarkaði leitar Ráðgjafarsvið Deloitte að framsæknum og öflugum ráðgjöfum á sviði upplýsingatæknimála og fyrirtækjaráðgjafar.

Verkefni IT ráðgjafa
Verkefnin eru m.a. úttektir á sviði aðgangsstýringa, hýsingar og reksturs upplýsingakerfa, gagnaflutninga, breytingarstjórnunar og öryggismála.

Verkefni fjármálaráðgjafa
Verkefnin eru m.a. á sviði rekstrarlegrar endurskipulagningar fyrirtækja, aðstoð við kaup og söluferli fyrirtækja, gerð áreiðanleikakannana, verðmats og almennrar fyrirtækjaráðgjafar.

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er áskilin
  • Reynsla af ráðgjafastörfum æskileg en ekki skilyrði.

Umsóknir sendist á mannauðsstjóra Deloitte á netfangið erna.arnardottir@deloitte.is fyrir 23. janúar 2015.

Laus störf - aðstoðarmaður á endurskoðunarsviði

Aðstoðarmaður á endurskoðunarsviði

Við tökum á móti umsóknum um störf aðstoðarmanna endurskoðenda allt árið fyrir allar starfsstöðvar Deloitte ehf.  Ráðningum haustið 2014 er lokið en næst verður ráðið í störf aðstoðarmanna vorið 2015.

Skila má inn umsóknum hvenær sem er.  Allar umsóknir eru teknar til skoðunar og öllum umsækjendum er svarað.

Umsóknir skal senda á mannauðsstjóra á netfangið erna.arnardottir@deloitte.is

Ráðningarferli

Við ráðum bæði nýútskrifaða háskólanema, meistaranema og reynda sérfræðinga til starfa. Við sækjumst eftir hæfasta fólkinu til starfa og því fleiri sem sækja um hjá okkur, þeim mun líklegra er að við finnum besta starfsfólkið.

Hjá okkur starfa löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingar, fjármálafræðingar, verkfræðingar, tölvufræðingar, kerfisfræðingar, fjármálaverkfræðingar, alþjóðafræðingar, markaðsfræðingar, margmiðlunarhönnuðir, félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, húsasmiður, viðurkenndir bókarar og svo mætti lengi telja.

85% starfsmanna er með grunnmenntun úr háskóla, 43% með meistaragráðu.

Athugaðu hvort við höfum laust starf sem hentar menntun þinni og reynslu, eða sendu okkur opna umsókn.  

Did you find this useful?