Deloitte innanfrá

The Millennial Survey 2014

Miklar kröfur og miklar væntingar

Þriðja árlega Millennial Survey hjá Deloitte sýnir fram á að ný kynslóð á vinnumarkaði vill vinna fyrir fyrir fyrirtæki sem fóstra frumkvæði og skapandi hugsun og styðja við þekkingarleit og starfsmetnað þeirra auk þess sem fyrirtækin verða að hafa jákvæð áhrif á þau samfélög sem þau starfa í.

Starfsmenn framtíðarinnar

Meðal starfsaldur starfsmanna hjá okkur er 10 ár. Það þýðir ekki að einungis fólk á miðlum aldri starfi hjá Deloitte, því að aldurs- og starfsaldursbilið er breitt. Stórir hópar ungs fólks eru á vinnustaðnum og oft er glatt á hjalla. Þeir sem hafa starfað lengst eru með um 40 ára starfsaldur.

Sú mikla reynsla og þekking sem starfsmenn okkar búa að nýtist best ef öllum líður vel á vinnustaðnum, og finnst að framlag þeirra skipti máli.  Við horfum ekki bara á okkar góða hóp núna, heldur rýnum í þær væntingar sem nýjar kynslóðir á vinnumarkaði hafa.

Þriðja árlega Millennial Survey hjá Deloitte sýnir fram á að ný kynslóð á vinnumarkaði vill vinna fyrir fyrir fyrirtæki sem fóstra frumkvæði og skapandi hugsun og styðja við þekkingarleit og starfsmetnað þeirra auk þess sem fyrirtækin verða að hafa jákvæð áhrif á þau samfélög sem þau starfa í. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja mun í auknum mæli verða þáttur sem skiptir starfsfólk máli þegar það fer að ráða sig til starfa. Við gerum okkur vel grein fyrir þessu og erum frumkvöðlar hér á landi við að aðstoða fyrirtæki í að efla samfélagslega ábyrgð sína.

Did you find this useful?