Deloitte innanfrá

Vinnan mín

Hjá Deloitte er lifandi umhverfi og fjölbreytt og krefjandi verkefni, en á sama tíma er mikill sveigjanleiki.

Erla María Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri í Fjármálaráðgjöf
M.Sc. í fjármálum frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð
Ráðin til Deloitte 2012

Líf og fjör í opnu rými

,,Deloitte er að mínu mati frábær staður til að vinna á. Hér starfar mikið af hæfileikaríku og metnaðarfullu fólki sem gaman er að vinna með. Við vinnum í opnu rými sem skapar skemmtilega stemmningu og gerir það einfalt og þægilegt að vinna að verkefnum með samstarfsfélögum. Það er ávallt mikið líf og fjör á skrifstofunni sem hentar mér vel. Einnig er mikið af uppákomum og skemmtunum bæði á vegum fyrirtækisins og starfsmannafélagsins“  segir Erla María Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf.

Fjölskylduvænn vinnustaður

,,Starfsfólk Deloitte er góð blanda af ungu og metnaðarfullu fólki og fólki með mikla þekkingu og reynslu. Auðvelt er að leita til yfirmanna til að fá góð ráð og starfið býður upp á tækifæri til að stöðugt öðlast meiri þekkingu og reynslu.

Ég hafði nokkuð ákveðna hugmynd um vinnustaðinn áður en ég byrjaði og hafði miklar væntingar um áhugavert og spennandi starf. Verkefnin og vinnustaðurinn hafa staðið undir væntingum og gott betur en það. Umhverfið er lifandi og verkefnin fjölbreytt og krefjandi en á sama tíma er mikill sveigjanleiki sem hentar sérstaklega vel þegar maður er með þrjú ung börn á heimilinu. Deloitte er einmitt mjög fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem ávallt er tekið tillit til aðstæðna hvers og eins og reglulega eru ýmsar skemmtilegar uppákomur sem börn starfsmanna geta tekið þátt í.“

Hlakka til framtíðarinnar hjá Deloitte

„Það sem skiptir mig hvað mestu máli í starfi er að fá tækifæri til að vinna að spennandi og krefjandi verkefnum og að eiga möguleika á að þróast í starfi í samræmi við frammistöðu. Mér finnst mikilvægt að starfsfólk sé metið eftir frammistöðu og að vel unnin störf séu viðurkennd. Deloitte hefur uppfyllt öll þessi atriði fyrir mig og er ég mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið hjá fyrirtækinu. Ég er mjög metnaðarfull og hef ávallt stefnt að því að ná langt í því sem ég tek mér fyrir hendur. Núna veit ég hins vegar mun betur hvað ég þarf að gera og hvert ég vil ná og ég hlakka til að gera það á komandi árum hjá Deloitte.“

,,Umhverfið er lifandi og verkefnin fjölbreytt og krefjandi en á sama tíma er mikill sveigjanleiki sem hentar sérstaklega vel þegar maður er með þrjú ung börn á heimilinu. Deloitte er einmitt mjög fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem ávallt er tekið tillit til aðstæðna hvers og eins“

Did you find this useful?