Deloitte innanfrá

Vinnan mín

Ekki einhæft starf

Deloitte er krefjandi vinnustaður með mörg tækifæri til að þróast í starfi.

Guðmundur Ingólfsson

Sérfræðingur á endurskoðunarsviði
M.Acc í reikningshaldi og endurskoðun frá HR 2011
Ráðinn til Deloitte 2010

,,Orðið sem fer af endurskoðun virðist vera að um sé að ræða frekar einhæft starf. Mín reynsla er ansi fjarri því, ég komst fljótlega að því á minni fyrstu vertíð að þrátt fyrir allt háskólanámið að þá var maður eiginlega rétt að byrja að læra. Í einu af fyrstu verkefnunum hjá Deloitte var ég hluti af endurskoðunarteymi hjá stóru fyrirtæki. Hver aðili innan teymis var gerður ábyrgur fyrir ákveðnum hluta af vinnunni en þar sem ég var nýr var mér strax gert ljóst að ég mætti eða kannski frekar ætti að spyrja þegar ég væri í vafa um verkefni starfsins.  Enda er betra að spyrja í stað þess að gera eitthvað sem maður er óöruggur með. Það kom líka í ljós að ég þurfti margs að spyrja. Allt samstarfsfólkið var boðið og búið að hjálpa, sama hvort um var að ræða starfsfólk með áratuga reynslu í faginu eða kollega með skemmri starfsreynslu“

Krefjandi vinnustaður og mörg tækifæri

,,Deloitte er mjög krefjandi vinnustaður þar sem fólk er verðlaunað fyrir hæfni og dugnað. Nákvæmni í vinnubrögðum og getan til að leysa vandamál eru þeir þættir sem helst sé horft til þegar frammistaða okkar starfsmanna er metin.

Hjá Deloitte hef ég fengið tækifæri til að hafa áhrif á það hvert ég stefni og hvar ég vil styrkja hæfni mína. Sem dæmi hef ég fengið tækifæri til að vinna erlendis á vegum fyrirtækisins, ég hef komið að verðmati á lánasöfnum, tekið þátt í áreiðanleikakönnunum og að sjálfsögðu hef ég verið partur ef endurskoðunarteymi ýmiskonar fyrirtækja“ segir Guðmundur sem um nokkurra mánaða skeið starfaði hjá Deloitte í Bretlandi.

„Það sem mér líkar best við starfið er að viðfangsefnin verða sífellt meira krefjandi eftir því sem reynslan eykst sem gerir það að verkum að maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Á næstunni stefni ég á löggildingu í endurskoðun sem verður án efa nokkuð krefjandi, en ég tel að ég sé vel undir það búin vegna þeirra tækifæra sem ég hef fengið í starfinu mínu, og þess stuðnings sem fyrirtækið veitir endurskoðunarnemum“

Did you find this useful?