Um okkur

Um Upplýsingatækniráðgjöf

Öflugur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana

Deloitte á Íslandi hefur mikla reynslu af verkefnum tengdum tækni og stafrænni umbreytingu. Við leysum margvíslegar áskoranir, allt frá stefnumótun til þróunar og reksturs. Þá erum við hluti að alþjóðlegu tengslaneti Deloitte sem hefur yfir á að ráða fjölmörgum tæknisérfræðingum sem viðskiptavinir okkar hafa aðgengi að.

Öll fyrirtæki vilja finna leiðir til að gera reksturinn hagkvæmari, skilvirkari og liprari. Þar gegna ferlar, kerfi og tækni höfuðmáli. Sérþekking og hæfni Deloitte á Íslandi snýst um að aðstoða ykkur við að tengja markmið ykkar og starfsemi við þær tæknilegu lausnir sem skila þér árangri.

Við leysum þær áskoranir sem þú stendur frammi fyrir, allt frá þarfagreiningu og stefnumótun til þróunar, innleiðingar og reksturs.

Strategy

Við trúum því staðfastlega að það sé „betra að mæla tvisvar og saga einu sinni“. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að teikna upp markmiðin og skilvirkustu leiðina til að ná þeim markmiðum. Einnig hjálpum við viðskiptavinum okkar að taka vel ígrundaðar ákvarðanir varðandi val á þeim lausnum eða birgjum sem henta langtímamarkmiðum best.

Fjárhagskerfi

Fjárhagskerfi eru ein mikilvægasta grunnstoð fyrirtækja. Þau eru hjartað í rekstrinum og halda utan um t.d. fjárhag, sölu, innkaup og birgðastjórnun. Við höfum áralanga reynslu af innleiðingu allra helstu fjárhagskerfa sem eru í notkun á Íslandi (Business Central, Microsoft AX / D365Finance, Oracle og SAP). 

Sérsniðin þróun

Oft eru kröfur viðskiptavina það sértækar að sérsniðin
lausn er besti kosturinn. Innan okkar raða eru reyndir sérfræðingar sem tryggja öruggar lausnir sem passa vel inn í arkitektúr þinna kerfa. Við greinum og komum auga á óskilvirkni og sóun í rekstri, hvort sem um er að ræða í rekstri kerfa eða í kerfunum sjálfum, og leiðbeinum í framhaldinu með bestun á uppsetningu og vinnulagi.

Rekstur hugbúnaðarkerfa

Við aðstoðum fyrirtæki að finna lausnir sem eru best til þess fallnar að ná fram árangursríkum og skilvirkum aðgerðum í rekstri hugbúnaðarkerfa. 

Skjalameðhöndlun er tímafrek og hefur takmarkað virði. Við hjálpum viðskiptavinum með  að auka skilvirkni sína með því að auka hlutfall rafrænna skjala, ásamt því að sjálfvirknivæða meðhöndlun þeirra. Rafræn viðskiptaskjöl geta sparað ómælda vinnu við handvirkan innslátt.

Viðskiptagreind

Við hjálpum viðskiptavinum okkar að fá betri innsýn í aðgerðir þeirra og starfshætti í gegnum gagnameðhöndlun. Við smíðum skýrslur, mælaborð og framkvæmum flóknar greiningar byggðar á því að safna, skilja og birta óunnin gögn. 

Did you find this useful?