Þjónusta
Fjárhagskerfi
Þarfagreining, innleiðing og rekstur kerfa
Fjárhagskerfi eru ein mikilvægasta grunnstoð fyrirtækja. Þau eru hjartað í rekstrinum sem halda utan um t.d. fjárhag, sölu, innkaup og birgðastjórnun.
Fjárhagskerfi þurfa að geta stækkað og breyst með rekstrinum og verið kerfið sem stjórnendur stóla á fyrir betri innsýn, hraðari ákvörðunartöku og aukna skilvirkni í rekstrinum.
Okkar sérfræðingar hafa áralanga reynslu af innleiðingu allra helstu fjárhagskerfa sem eru í notkun á Íslandi (Business Central, Microsoft AX / D365Finance, Oracle og SAP).
Sérfræðiþekking okkar:
- Þarfagreining fyrir innleiðingu eða uppfærslu fjárhagskerfis
- Úttekt á skilvirkni fjárhagskerfis, svokallað „health check“
- Innleiðing fjárhagskerfa
- Rekstur fjárhagskerfa
Deloitte hefur einnig unnið mörg verkefni tengd óháðri verkefnastýringu, þar sem markmiðið er að tryggja hagsmuni viðskiptavina við hinar ýmsu innleiðingar:
- Verkefnastýring við innleiðingu lausnar, þ.e. tryggja almennan framgang verkefnis
- Birgjastýring, þ.e. tryggja að innleiðingaraðili eða birgi skili verkefni skv. áætlun
- Uppsetning á prófanaáætlun
- Prófanir fyrir hönd viðskiptavinar út frá prófanaáætlun
- Kennsla og aðstoð við gangsetningu
Okkar sérstaða liggur í þeirri breiðu sérfræðiþekkingu sem Deloitte býr yfir, þvert á svið og landamæri. Ráðgjafar okkar hafa ekki aðeins mikla reynslu af tæknilegri hlið innleiðingarinnar, heldur styðjumst við einnig við innlenda og alþjóðlega þekkingu Deloitte á innviðum og rekstri fyrirtækja. Þannig gefur breidd sérfæðinga Deloitte á sviði endurskoðunar, bókhalds, fjármálaráðgjafar og skatta- og lögfræðitengdra mála okkur sérstöðu í þeim áskorunum sem upp geta komið við innleiðingu eða uppfærslu fjárhagskerfis.
Við einfaldlega þekkjum og skiljum þarfir ykkar frá öllum hliðum.