Umbreyttu þinni
ákvarðanatöku
RÉTTAR ÁKVARÐANIR BYRJA Á RÉTTUM TÖLUM, Á RÉTTUM TÍMA, RÉTT FRAMSETTAR Í ÞÍNUM HÖNDUM
Allar greiningar á einum stað
Deloitte vefgáttin tryggir stjórnendum, starfsfólki, eigendum og öðrum hagsmunaaðilum einfalt og öruggt aðgengi að fjárhagsupplýsingum. Engin þörf fyrir ný forrit, leyfi eða flókna innleiðingu. Einfalt er að stýra gagnaaðgengi fyrir hvern og einn notanda eftir því hvaða upplýsingar viðkomandi hefur leyfi til að skoða.
Einfalt að breyta
Eru greiningarnar okkar ekki að svara öllum þínum spurningum? Ekkert mál. Við erum með hóp af sérfræðingum sem hjálpa þér að finna svörin. Kerfið okkar er byggt þannig að auðvelt er að breyta og bæta við þær greiningar sem þegar eru í áskrift. Þannig lágmörkum við þann tíma og kostnað sem fylgir allri sérsmíði.
Aðstoð við ákvarðanatöku
Réttar tölur mynda grunn að góðri ákvarðanatöku. Að framreiða áreiðanlegar tölur er ekki nóg. Góð greining dregur fram lykilatriðin og sýnir á sjónrænan og auðskiljanlegan hátt hvar stjórnendur eiga að beina athygli sinni. Góð greining gefur tölum samhengi, sögu, vægi og aðstoðar stjórnendur við forgangsröðun ákvarðana. Með öðrum orðum, góð greining hjálpar stjórnendum að svara spurningunni: „Hvaða tölur skipta mestu máli?“ og „Við hverju þarf ég að bregðast?“.
að byrja
Þetta á ekki að vera flókið
Ný tækni á að gera líf okkar einfaldara, ekki flóknara. Við innleiðingu á nýjum tæknilausnum fá notendur því miður alltof oft þessi skilaboð:
„Það tekur tíma að læra á þetta“
„Þú þarft bara að lesa leiðbeiningar“
„Þú þarft bara að setja þetta upp á tölvunni“
„Þú þarft bara að bíða eftir að þinni fyrirspurn verði svarað“
Okkar hugmyndafræði er einföld:
Þú þarft bara að geta notað strax. Skilið strax hvað er fyrir framan þig og hvernig það nýtist þér. Þannig hönnum við og smíðum okkar greiningar hjá Deloitte.
Bókaðu tíma í spjall og við komum þér af stað sem fyrst.
Við tengjumst bókhaldskerfum sem eru í skýinu.
Ótímabundin. Þú getur hætt við hvenær sem er.
Þú getur hætt við hvenær sem er.
Kerfið er þannig byggt upp að auðvelt er að bæta og breyta eftir þörfum viðskiptavina. Slík vinna er rukkuð samkvæmt tímaáætlun.
Þú getur prófað vöruna frítt í einn mánuð.
Aðganginum verður lokað og öllum gögnum eytt.
Einungis íslensku.
Hýsingar-/þjónustuaðili bókhaldskerfis sem þú ert í viðskiptum hjá kann að rukka fyrir flutning gagna milli kerfa. Það er að segja þegar við sækjum gögn frá hýsingaraðila yfir í okkar kerfi. Slíkt gjald er rukkað eftir gagnamagni sem flutt er á milli hverju sinni mælt í GB. Gjaldið er samkvæmt gjaldskrá viðkomandi hýsingaraðila. Slíkt gjald er þó óverulegt þar sem mánaðarlegt gagnamagn er að öllu jöfnu frekar lítið þar sem við notumst við jaðaruppfærslu gagna (e. Incremental refresh) þar sem við náum einungis í „nýjustu“ gögnin þín og bætum þeim við í okkar gagnastraum.
Þú getur búið til nýjan notanda á https://deloittereports.is/ í „Admin View“ eða haft samband við okkur og við bætum honum við.
Aðgangsstýring er til þess að takmarka aðgengi gagna fyrir ákveðna notendur. Til þess að setja upp aðgangsstýringu þá þarft þú að senda okkur lista yfir notendur og hvaða aðgengi þeir eiga að hafa. Dæmi um aðgagnsstýringu er t.d. verslunarstjóri sem á einungis að sjá tölur fyrir sýna verslun.
Já, ef hún er á formi sem hentar við gagnainnlestur. Til þess að geta lesið inn rekstraráætlun þá þarf taflan að hafa eftirfarandi dálka [ Dagsetning - Bókhaldslykill - Deild (valfrjálst) - Upphæð ]
Þú getur eytt notanda á https://deloittereports.is/ í „Admin View“ eða haft samband við okkur og við eyðum honum út úr kerfinu.
Til að sjá hvenær gögnin voru uppfærð getur þú annað hvort skoðað dagsetninguna sem staðsett er í neðra hægra horni á forsíðu eða á sama stað á forsíðu hverrar greiningar fyrir sig, en þar má einnig sjá nákvæma tímasetningu uppfærslna.
Já, hafðu samband og við ræðum saman um verð og hvernig við afhendum greininguna til þín.
Basic
19.995 kr. á mánuði + vsk.
- Áskrift að rekstrargreiningu
- Vikulegar gagnauppfærslur
- Lykilmælikvarðar
- Samanburður sögulegra gagna
- Aðgengi fyrir bókara
Premium
49.995 kr. á mánuði + vsk.
- Áskrift að sölugreiningu og efnahagsgreiningu
- Allt að 10 notendur
- Daglegar gagnauppfærslur
- Samanburður við rekstraráætlun og deildir/rekstrareiningar
- Aðgangsstýring gagna
Portfolio
Fá tilboð
- Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
- Ótakmarkaður fjöldi notenda
- Þinn ráðgjafi
- Kennsla og þjálfun
Basic | Premium | Portfolio | |
---|---|---|---|
NOTKUN | |||
Fjöldi fyrirtækja | 1 | 1 | Ótakmarkað |
Fjöldi notenda | 1 | 10 | Ótakmarkað |
Aðgengi fyrir bókara
Allir geta boðið bókara að hafa aðgengi að greiningum.
|
|||
Notendahópar
Hægt að skipta notendum upp í hópa og setja viðeigandi aðgangsstýringar á hvern þeirra.
|
|||
GREININGAR | |||
Tegundir greininga
Við bjóðum upp á staðlaðar lausnir sem þú getur byrjað að nota innan 24 tíma.
|
Rekstrargreining | Rekstrar-, efnahags- og sölugreining | Rekstrar-, efnahags- og sölugreining |
Áskrift á nýjar greiningar | |||
Uppfærslur gagna
Hversu oft nýjustu gögnin eru sótt úr bókhaldskerfinu fer eftir áskriftarleið.
|
Vikulega | Daglega | Daglega |
Aðgangsstýring gagna
Aðgangsstýringar stjórna því hverjir sjá hvaða gögn. Dæmi um aðgangsstýringu er þegar deildarstjóri sér aðeins rekstrartölur fyrir sína deild en ekki fyrirtækið í heild sinni.
|
|||
Sérsmíði á lyklamöppun
Þú segir til um hvaða bókhaldslyklar tilheyra hvaða flokkum.
|
|||
Lykilmælikvarðar
Tekju-, hagnaðar- og kostnaðarhlutfallagreining.
|
|||
Samanburður sögulegra gagna | |||
Samanburður við áætlun | |||
Samanburður deilda | |||
Færa í Excel
Þú getur fært gögn úr kerfinu yfir í Excel.
|
|||
Spjallsvæði
Hver greining er tengd við sitt eigið spjallsvæði til að auðvelda upplýsingaflæði milli notenda, bókara og Deloitte.
|
|||
AÐSTOÐ | |||
Hjálp | Þjónustuborð | Tölvupóstur | Þinn ráðgjafi |
Kennsla | Hjálparskjöl | Teams fundir | Í persónu |
Viðskiptagreind - þjónustur
Business Intelligence - services
Hvað er viðskiptagreind?
Viðskiptagreind (e. Business Intelligence) er aðferðafræði hönnuð til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum til að fá betri innsýn í aðgerðir þeirra og starfshætti í gegnum gagnameðhöndlun, þ.á.m. fyrsta flokks gagnabirtingar.
Þörfin fyrir viðskiptagreind:
Árangursrík ákvarðanataka grundvallast á því að geta tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma sem byggir á áreiðanlegum upplýsingum úr rekstri fyrirtækja. Viðskiptagreind er hönnuð til þess að umbreyta hráum rekstrargögnum í skýrar og auðlesanlegar upplýsingar fyrir stjórnendur, aðgengilegar á einfaldan og öruggan hátt.
Hvernig getum við hjálpað?
Við hjá Deloitte sérhæfum okkur í gagnabirtingum þegar kemur að Microsoft Power BI. Við bjóðum hvort tveggja upp á tilbúna pakka fyrir Power BI - skýrslur sem og sérsniðnar lausnir.
Skýrslurnar okkar eru hannaðar til að vera þægilegar ásýndar og að gefa snöggar innsýnir í skipulagsheildina.
Fasteignamælaborð Deloitte er dæmi um hvernig nýta má viðskiptagreind, en um er að ræða mælaborð fasteignaviðskipta úr opinberum upplýsingum.