Fréttatilkynningar

Deloitte ráðgjafi kaupenda GADUS

Icelandic Group hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfélagi sínu í Belgíu, Gadus, til Steinasala ehf. 

Icelandic Group selur GADUS

Icelandic Group hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfélagi sínu í Belgíu, Gadus, til Steinasala ehf. 

Gadus er leiðandi framleiðslu-, sölu- og dreifingaraðili á ferskum sjávarafurðum. Helstu söluvörur félagsins eru þorskur og lax til smásölu- og heildsöluaðila í Belgíu. Um 7.000 tonn af vörum fara árlega um verksmiðju félagsins og starfsmenn eru um 130 talsins. Tekjur Gadus námu ríflega 83 milljónum evra árið 2016.

Að baki Steinasölum standa Sigurður Gísli Björnsson hjá Sæmark-sjávarafurðum, Akur fjárfestingar, Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hjá Fishproducts Iceland ásamt öðrum meðfjárfestum sem eru öflug íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Markmið kaupanda er að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum í Belgíu og mið-Evrópu. 

Í janúar síðastliðnum tilkynnti stjórn Icelandic Group um söluferli á Gadus. Fjölmargir innlendir sem og erlendir aðilar sýndu áhuga á kaupum á félaginu. Niðurstaða fyrrgreinds ferlis var að ganga til samninga við Steinasali. Icelandic Group naut ráðgjafar Íslandsbanka og Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráðgjafi kaupanda.

Did you find this useful?