Greiningar

Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum af ferðamönnum

Kynningarfundur á niðurstöðum fjárhagslegrar greiningar Deloitte

Þann 2. júní fór fram opinn kynningarfundur á niðurstöðum fjárhagslegrar greiningar Deloitte, sem framkvæmd var að beiðni Stjórnstöðvar ferðmála. Greiningin snýr að beinum tekjum og kostnaði ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum.

Dagskrá fundarins var eftifarandi:

-          Ávarp: Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála

-          Kynning á niðurstöðum: Björn Ingi Victorsson og Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Deloitte

-          Óbein og afleidd áhrif ferðaþjónustu mæld: Majbritt Skov, Deloitte

-          Pallborðsumræður

Greiningin var unnin af sérfræðingum Deloitte á Íslandi og í Danmörku og tekur mið af alþjóðlegri aðferðafræði. Greiningin byggir á rauntölum ársins 2015 og horfir eingöngu til þess hluta virðiskeðjunnar sem selur vörur og/eða þjónustu beint til ferðamanna. Upphafspunktur greiningarinnar er neyslulíkan ferðamannsins, þar sem neyslan er kortlögð á grunni kortaveltu. Sú kortlagning myndar aftur grunn að mengi atvinnugreina sem verða fyrir áhrifum af ferðamönnum og hafa bein áhrif á tekjur hins opinbera. Þá hafa verið skilgreindir tilteknir opinberir kostnaðarliðir sem verða fyrir beinum áhrifum af auknum fjölda ferðamanna.

Samantekt greiningarinnar má nálgast hér. Þá er unnt að sækja hér kynningu Majbritt Skov á því hvernig óbein og afleidd áhrif ferðaþjónustu er mæld í Danmörku.

Did you find this useful?