Faglegt efni

Ferðaþjónustan

Staða mála og horfur 2017

Október 2017. Hvað segja aðilar í ferðaþjónustu um stöðu mála og horfur?

Viðhorfskönnun til rekstraraðila í ferðaþjónustu

Deloitte og Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir viðhorfskönnun meðal einstaklinga í ferðaþjónusturekstri árið 2016. Í ár hefur Ferðamálastofa nú bæst í hóp samstarfsaðila.

Markmiðið með árlegri viðhorfskönnun er að draga fram álit ferðaþjónustuaðila á stöðu mála og horfum í sinni atvinnugrein. Það er álit umsjónaraðila könnunarinnar að það sé lykilatriði í því að öll ákvarðanataka sem varðar greinina í heild verði upplýstari, markvissari og líklegri til að bera ávöxt.

Niðurstöður þeirrar könnunar nú í ár liggja fyrir og hér má nálgast þær. 

Viðhorfskönnunin var framkvæmd í maí-júní 2017. Um var að ræða vefkönnun sem send var á 2.886 aðila en 611 aðilar svöruðu eða um 23% eftir að búið var að leiðrétta fyrir óvirkum netföngum. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni fyrir sitt framlag.

Á haustráðstefnu Markaðsstofa landshlutanna 12. október 2017 hélt Haraldur Ingi Birgisson forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla hjá Deloitte erindi um meginatriði könnunarinnar. Þá samantekt má nálgast hér

 

Did you find this useful?