Þjónusta
Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf
Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega lögfræðiráðgjöf fyrir fyrirtæki af öllum stærðum, opinbera aðila og einstaklinga og hefur yfir að ráða einu stærsta neti lögmanna og lögfræðinga í heimi eða um 2.000 talsins í yfir 80 löndum.
Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir lögfræðingar og lögmenn með víðtæka reynslu á margvíslegum sviðum lögfræðinnar. Sérfræðingar okkar veita faglega og óháða ráðgjöf á þeim kjarnasviðum sem nýtist viðskiptavinum okkar hvort heldur í daglegum úrlausnarefnum eða stærri ákvarðanatökum.
Lög og reglur hafa áhrif á fyrirtæki með margvíslegum hætti, allt frá stofnun þeirra til reksturs og stjórnunar. Að því regluverki þarf ekki eingöngu að huga þegar kemur að hlutverkum og valdmörkum tiltekinna aðila, svo sem hluthafa, stjórna og stjórnenda, heldur er það samofið margvíslegri ákvarðanatöku og getur því haft áhrif á lengri tíma stöðu og stefnu fyrirtækja. Má þar m.a. nefna þætti á borð við stjórnarhætti, fjárfestingar, kaup og sölu, starfsmannamál, samskipti við opinbera aðila og úrlausn ágreiningsmála.
Lögfræðingar og lögmenn Deloitte Legal eru með yfirgripsmikla reynslu á þessum sviðum og styðja við stjórnendur fyrirtækja með því að greina áhættur og tækifæri og leggja til markvissar lausnir.
Þjónusta Deloitte Legal á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar
Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte Legal veitir á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar er:
- Stofnun hvers kyns félaga og tengd ráðgjöf fyrir innlenda jafn sem erlenda aðila
- Stjórnarhættir fyrirtækja, starfsreglur stjórna, starfskjarastefnur og gerð hluthafasamninga
- Aðstoða stjórnir og stjórnendur með fundargerðir, fundarstjórn og framkvæmd hluthafafunda
- Aðstoð í tengslum við fjárfestingar og kaup og sölu eigna, s.s. annarra félaga eða fasteigna
- Almenn samninga- og skjalagerð, s.s. leigusamningar og verksamningar
- Skjalagerð, þar á meðal kauptilboðsgerð eða yfirferð, kaupsamningsgerð, samningagerð við starfsmenn, hluthafasamkomulög, tilkynningar til yfirvalda o.s.frv.
- Margvísleg aðstoð við innanhússlögfræðinga eða regluverði
- Aðstoð á sviði vinnuréttarmála fyrir fyrirtæki, s.s. gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga og kaupréttarsamninga og áætlana
- Sækja um ívilnanir og atvinnu- og dvalarleyfi fyrir erlenda sérfræðinga fyrirtækja
- Aðstoð við ýmis leyfismál og samskipti við viðkomandi stofnanir
- Samskipti við stjórnvöld, þ.m.t. meðferð kærumála hjá stjórnvöldum og umsagnir um lagafrumvörp
- Úrlausn ágreiningsmála, s.s. á sviði málflutnings fyrir dómstólum
Nánari upplýsingar veita: