Faglegt efni

Ferðaþjónustan

Stærsta útflutningsgreinin

Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og mun meira en í öðrum atvinnugreinum. Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka frá því í vor kemur fram að samkvæmt könnun MMR hafa um 40% aðila í ferðaþjónustu starfað 5 ár eða skemur. Jafnframt kemur fram að 47% fyrirtækja hafi starfað í 10 ár eða lengur sem þýðir að mörg fyrirtæki eigi sér langa sögu en einnig að töluverð nýliðun hafi átt sér stað í greininni.

Ferðaþjónustan orðin stærsta útflutningsgreinin

Í skýrslunni kemur fram að 8% þeirra fyrirtækja sem velta á bilinu 50-99 m.kr. eru einyrkjar og um 19% þeirra sem velta 300 m.kr. eða meira séu einungis með 2-9 starfsmenn. Það sé því nokkuð um aðila með talsverða veltu þrátt fyrir að fáir starfsmenn séu þar að baki.

Nokkuð áhugavert er að sjá niðurstöður könnunarinnar um sameiningar félaga í ferðaþjónustu en samkvæmt henni hafa, frá árinu 2009, aðeins 13% félaga sameinast öðru félagi sem verður að teljast nokkuð lágt hlutfall. Sameiningar eru algengari eftir því sem velta félaga er meiri og því skýrist lágt hlutfall sameininga líklega af því að greinin samanstendur af stærstum hluta af litlum fyrirtækjum.

Það vekur einnig athygli að samkvæmt könnuninni leggja fyrirtæki ekki mikla áherslu á að fjárfesta í upplýsingatækni sem líklega kemur til af smæð fyrirtækjanna og að slík mál séu ekki látin hafa forgang á upphafs vaxtaskeiði fyrirtækjanna.

Samkvæmt ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem bankinn sendi frá sér nú í lok september þá er ferðaþjónustan orðin stærsta útflutningsgreinin og nemur hlutur greinarinnar í útflutningi 28% samanborið við 23% hlut sjávarútvegs. Samkvæmt spá bankans verður fjöldi ferðamanna tæplega 2 milljónir árið 2018 og því líklegt að ferðaþjónustan mun bera höfuð og herðar yfir aðrar útflutningsgreinar gangi spáin eftir.

Eðlilegt er að spyrja hvort þolmörkum sé náð þar sem ljóst er að ýmsar blikur eru á lofti um að innviðir ferðaþjónustunnar séu ekki í stakk búnir til að taka á móti slíkum fjölda ferðamanna.

Að mati Deloitte er því afar mikilvægt fyrir fyrirtæki að móta sér skýra stefnu um það hvernig þau ætli að skipuleggja sinn rekstur með tilliti til þess gríðarlega vaxtar sem átt hefur sér stað í greininni og er spáð áfram á komandi árum.

Líklegt má telja að nýjum fyrirtækjum muni áfram fjölga ört og að mikil gróska verði í greininni hvað nýliðun snertir. Það er hins vegar ljóst að slíkum vexti geta fylgt ýmis vandamál og vaxtaverkir. Gera má ráð fyrir því að mörg lítil fyrirtæki gætu t.a.m. lent í erfiðleikum með að byggja upp nauðsynlega innviði s.s. upplýsingakerfi, áhættugreiningu og gæðaeftirlit með fullnægjandi hætti. Einnig gæti fyrirtækjum reynst erfitt að útvega nægjanlegt vinnuafl til að ráða við slíkan vöxt.

Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki þegar þau gera sínar áætlanir að gera ráð fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða í sínu rekstrarmódeli. Einnig þurfa fyrirtæki að meta þá áhættu sem felst í þeim möguleika að bakslag kæmi í þessa mikilvægu atvinnugrein sem gæti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna. 

Deloitte býður upp á sérfræðiráðgjöf til fyrirtækja, m.a. í ferðaþjónustu

Hjá Deloitte erum við með samhentan hóp sérfræðinga sem hafa víðtæka reynslu af verkefnum tengdum ferðaþjónustu og geta aðstoðað fyrirtæki við að bæta árangur sinn. Dæmi um verkefni sem við gætum aðstoðað við eru:

·  Aðstoð við að auka skilvirkni áætlanagerðar og fjárstýringar.

·  Aðstoða við uppstillingu mismunandi sviðsmynda af hugsanlegri framtíð til að fyrirtæki séu betur undirbúin undir að takast á við óvæntar sveiflur í efnahagsumhverfinu.

·  Aðstoða við uppbyggingu á upplýsingatæknikerfum sem sífellt eru að vera mikilvægari þáttur í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja.

·  Aðstoða við fjárhagslega- eða rekstrarlega endurskipulagningu fyrirtækja.

·  Aðstoða við að greina markaðstækifæri í tengslum við möguleg fyrirtækjakaup og samruna ásamt áreiðanleikakönnunum og virðismötum því tengt.

·  Aðstoð við að afla fjármagns til nýrra verkefna eða endurfjármögnun eldri lána.

·  Aðstoð við innleiðingu hvatakerfa þar sem umbun starfsmanna helst í hendur við árangur þeirra við að ná fyrirfram skilgreindum markmiðum.

Ráðgjafarsvið Deloitte veitir fyrirtækjum, lögaðilum og einstaklingum fjölþætta fjármálatengda þjónustu og ráðgjöf. Sérfræðingar Deloitte vinna náið með viðskiptavinum sínum og leitast þannig við að tryggja að lausnin skili árangri og verðmætri þekkingu hjá viðskiptavininum.

Did you find this useful?