Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Haust 2020

Tvisvar á ári sendir Fjármálaráðgjöf Deloitte út könnun til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Tilgangur könnunarinnar er að kanna skoðanir fjármálastjóra á málefnum er snerta fyrirtæki og efnahagslífið í heild.

Þetta er í fjórtánda sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi og hún er nú í sjötta skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte á EMEA-svæðinu (Europe, Middle East and Africa). Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 19 EMEA-löndum, þar sem við á.

Við vekjum athygli á að könnunin var framkvæmd við upphaf þriðju bylgju kórónaveirunnar COVID-19 hérlendis. Það má því leiða líkum að því að sýn og skoðanir fjármálastjóra, bæði hér á landi og á EMEA-svæðinu, hafi breyst síðan könnunin var framkvæmd og að niðurstöður endurspegli ekki fyllilega viðhorf þeirra á tíma útgáfu.

Fjármálastjórakönnun Deloitte, haust 2020

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Viðhorf fjármálastjóra á EMEA-svæðinu er jákvæðara núna en í vor gagnvart þróun tekna, EBITDA og fjárfestinga en viðhorf til ráðninga nýrra starfsmanna er nú örlítið neikvæðara. Nettó viðhorf gagnvart fjárfestingum og ráðningum mældist neikvætt en gagnvart tekjum og EBITDA jákvætt. Síðastliðið vor var nettó viðhorf neikvætt fyrir allar þessar stærðir og mældist í sögulegu lágmarki. 

Markaður og efnahagur

  • Um 52% íslenskra fjármálastjóra telja að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum samanborið við 19% síðastliðið vor.
  • Niðurstöður benda til þess að íslensk fyrirtæki muni leitast við að halda skuldsetningu óbreyttri á næstu 12 mánuðum (54%) eða draga nokkuð úr henni (28%).

Hvert er markmið þitt þegar kemur að skuldsetningu þíns fyrirtækis á næstu 12 mánuðum?

Óvissa og áhætta

  • Meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (62%) telur sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu í samanburði við 79% fjármálastjóra innan EMEA-svæðisins.
  • Áhættuvilji íslenskra fjármálastjóra mældist meðal þeirra lægstu (14%), en aðeins tvær þjóðir á EMEA-svæðinu, Portúgal (8%) og Tyrklandi (11%), mældust lægri.
  • Um þriðjungur fjármálastjóra á Íslandi telja að fjárhagslegar horfur á síðustu þremur mánuðum hafi batnað samanborið við 15% síðastliðið vor. 

Samrunar og yfirtökur og COVID-19

  • Um 47% íslenskra fjármálastjóra telja líklegt að hagkerfið muni rétta úr sér á næstu 12 mánuðum, um 33% telja að það sé ólíklegt.
  • Tekjur um 21% fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni eru nú þegar jafnar eða hærri en fyrir COVID-19. Um 15% telja að starfsemi fari ekki í sama horf fyrr en árið 2021.

Byggt á þeim upplýsingum sem þú hefur fram til þessa, hvenær sérð þú fram á starfsemi þíns fyrirtækis fari í sama horf og fyrir kórónaveirufaraldurinn (COVID-19)?

Did you find this useful?