Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Haust 2021

Niðurstöður Fjármálastjórakönnunar Deloitte sýna að bjartsýni íslenskra fjármálastjóra er í hæstu hæðum

Fjármálastjórakönnun Deloitta var framkvæmd í septembermánuði, nú í sextánda sinn. Könnunin er unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 16 öðrum Evrópulöndum, þar sem við á.

Fjármálastjórakönnun Deloitte, haust 2021

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Fleiri fjármálastjórar í Evrópu búast við aukningu frekar en samdrætti á næstu 12 mánuðum í tekjum, EBITDA, fjárfestingum og ráðningum nýrra starfsmanna og er nettó viðhorf þannig jákvætt fyrir allar þessar lykilstærðir.
  • Nettó viðhorf hefur aukist frá því síðasta vor gagnvart þróun tekna, fjárfestinga og ráðninga en dregist saman gagnvart þróun EBITDA.

Markaður og efnahagur

  • Mikill meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (88%) telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum. Hlutfallið er óbreytt frá því í vor.
  • Helmingur fjármálastjóra hér á landi (50%) telur að gengi íslensku krónunnar muni haldast óbreytt á næstu sex mánuðum. Aðeins 13% telja að gengið muni veikjast. Gengisþróun krónunnar heldur áfram að vera stærsti ytri áhættuþáttur fyrirtækja á Íslandi.

Hlutfall fjármálastjóra sem telur að hagvöxtur á Íslandi muni aukast á næstu árum

Áhætta og óvissa

  • Tæplega fjórðungur fjármálastjóra á Íslandi (23%) telur sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu í samanburði við 64% fjármálastjóra í Evrópu. Um 63% fjármálastjóra á Íslandi telja að fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa sé eðlileg.
  • Um 40% fjármálastjóra á Íslandi telja að fjárhagslegar horfur hafi batnað á síðustu þremur mánuðum í samanburði við um fjórðung (25%) í vor.

Loftslagsbreytingar

  • Rúmlega helmingur íslenskra fyrirtækja (55%) hefur ekki sérstök áform um að draga úr losun koltvísýrings sem er sambærilegt við meðaltal í Evrópu (47%).
  • Um helmingur íslenskra fjármálastjóra segir tækifæri til að lækka rekstrarkostnað (53%) og bætt orðspor (48%) sé einn helsti hvati til aðgerða í loftslagsmálum.

Hefur fyrirtækið þitt áform um að draga úr losun koltvísýrings (e. carbon emission)?

Did you find this useful?