Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

300 stærstu fyrirtæki landsins

Fjármálaráðgjöf Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Þetta er í níunda sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi en hún er í fyrsta skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte á EMEA-svæðinu (Europe, Middle East and Africa). Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 20 EMEA-löndum, þar sem við á.

Fjármálastjórakönnun í maí 2018

Dregið hefur úr bjartsýni fjármálastjóra hjá stærstu fyrirtækjum landsins, samkvæmt könnun Deloitte. Á komandi ári mun meirihluti fyrirtækja leggja áherslu á að lækka kostnað. 

Á heildina litið hefur dregið úr bjartsýni fjármálastjóra varðandi rekstrarniðustöðu en um 51% telja að EBITDA muni aukast á næstu 12 mánuðum, samanborið við 62% síðastliðið vor. 

Á komandi ári mun meirihluti fjármálastjóra leggja áherslu á hagræðingu í rekstrarkostnaði og einungis 1 af hverjum 5 fjármálastjórum hér á landi telja nú vera réttan tíma til að auka áhættu í efnahagsreikningi. 

Mikill meirihluti fjármálastjóra stefnir á að halda skuldsetningu óbreyttri eða draga nokkur úr henni á næstu 12 mánuðum. 

Minni bjartsýni gætir til hagvaxtar á Íslandi. Aðeins um fimmtungur telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum. 

Meirihluti íslenskra fjármálastjóra metur að sú fjárhagslega og efnahagslega óvissa sem fyrirtæki þeirra stendur frammi fyrir sé eðlileg á meðan meirihluti fjármálastjóra á EMEA-svæðinu telur að að óvissan sé mikil. 

Íslenskir fjármálastjórar eru á meðal þriggja neikvæðustu landa í niðurstöðum EMEA-svæðis þegar kemur að áhættutöku. 

Hér er hægt að nálgast niðurstöður úr könnuninni.
Did you find this useful?